Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. september 2015 19:23 Bjarni er undir pressu eftir slakt gengi að undanförnu. vísir/anton „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir 0-3 tap sinna manna fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara svekkelsi og vonbrigði, rauða spjaldið setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, svekktur eftir 0-3 tap sinna manna fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Annað markið er markið sem gengur langt með að klára leikinn. Það mark var afar pirrandi, það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir gegn jafn góðu liði og þeir skora strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik.“ Bjarni kunni ekki skýringu á sofandihátt í varnarleik liðsins þegar Stjarnan bætti við öðru marki leiksins. Virtust leikmenn liðsins vera sofandi er Stjarnan tók aukaspyrnu. „Það er ekki á einhvern einn að benda, við erum allir komnir fyrir aftan boltann og við vorum ekki tilbúnir í þetta einfaldlega.“ KR hefur aðeins fengið 10 stig af 24 mögulegum í síðustu 8 leikjum en Bjarni segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt. „Við erum ekki að skora nógu mikið, okkur hefur þar til í dag gengið vel að halda hreinu en við þurfum að vinna í þessum málum innanborðs og komum sterkari til leiks. Ég hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni, ég einbeiti mér að liðinu.“ Bjarni tók undir að það væri pressa fyrir leikmenn KR. „Ég ætla rétt að vona að þeir séu óánægðir, við erum ekki samankomnir til að skila ekki titli. Þeir eru ekki síður óánægðir rétt eins og ég, stjórnin og stuðningsmennirnir með árangurinn. Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og þurfum að gera mun betur.“ Eftir tapið er Fjölnir aðeins þremur stigum á eftir KR þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næsta ári. „Það er heilmikið eftir fyrir okkur. Það er alveg sama í hvaða leik það er, ef þú ert í KR treyjunni þá þarftu að leggja þig fram í alla leiki sama hver mótherjinn og tilefnið er.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira