Fjárfestar tengdir bandaríska fasteignafélaginu Carpenter & Co., sem kemur að byggingu hótels við Hörpureit, hafa tilkynnt borgaryfirvöldum að aðkomu þeirra að fjármögnun lúxushótelsins sé í uppnámi vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að sniðganga vörur frá Ísrael. Þessu greinir DV frá.
Samkvæmt heimildum DV höfðu fjárfestarnir samband við skrifstofu borgarstjóra í síðustu viku til að lýsa óánægju sinni með viðskiptabannið. Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Co, segir fyrirtækið hins vegar ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda.
Í síðustu viku samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og formanns velferðarráðs, um viðskiptabann á Ísrael. Tillagan fól í sér að Reykjavíkurborg kaupi ekki vörur frá Ísraelsríki á meðan hernámi ríkisins á landsvæði Palestínu varir. Eftir mikla gagnrýni, sem meðal annars fór í sér að Ísraelsmenn afbókuðu ferðir til Íslands snérist borgarstjórn hugur og verður á borgarstjórarnarfundi í dag borin fram tillaga um að draga tillögu Bjarkar til baka.
Uppfært klukkan 11:05
Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún fól í sér fullyrðingu. Ritstjórnarkerfið eyðir sjálfkrafa athugasemdum þegar fyrirsögn er breytt. Beðist er velvirðingar á þessu.
Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns

Tengdar fréttir

Sniðgöngusamþykktin dregin til baka í dag
Tvær tillögur sem báðar fjalla um að hætta við sniðgönguna á dagskrá aukafundar í borgarstjórn Reykjavíkur.

Vörurnar sem koma til greina í sniðgöngu borgarinnar
"Almennt er viðskiptabann þannig að þá á það við um ísraelskar vörur, svo getur vel verið að það þróist eitthvað áfram.“