Ekki bara val milli Alberts og Sindra Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 06:30 Albert Hafsteinsson hefur verið í lykilhlutverk hjá ÍA í sumar. vísir/ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun KSÍ ekki notast við sömu viðmið og í fyrra í kosningu leikmanna Pepsi-deildarinnar á efnilegasta leikmanni Íslandsmótsins. Þar til í fyrra var miðað við að leikmenn væru gjaldgengir í U21 árs landsliðið og brá leikmönnum deildarinnar því mikið þegar þeir máttu aðeins kjósa leikmenn fædda 1995 og yngri. Hvorki Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni, né Aron Elís Þrándarson, Víkingi, sem báðir áttu frábært sumar í fyrra voru gjaldgengir svo dæmi sé tekið. Elías Már Ómarsson, Keflvíkingur, var kosinn bestur og vel að því kominn, en hann fór svo í atvinnumennsku eftir tímabilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hefðu aðeins ellefu af þeim 31 leikmanni sem í gegnum tíðina hafa verið kosnir efnilegastir verið gjaldgengir undir þessum skilmálum. Leikmenn á borð við Hörð Sveinsson, Keflavík (kosinn efnilegastur 2005), og Birki Má Sævarsson, Val (kosinn efnilegastur 2006), voru báðir 22 ára þegar þeir voru valdir en enn gjaldgengir í U21 árs landsliðið. Hvort um hrein mistök hafi verið að ræða hjá KSÍ í fyrra er ekki vitað, en þessu verður breytt aftur í fyrra horf eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Aldurinn sem notast var við í fyrra hefði þrengt hringinn mikið í ár þar sem aðeins tveir leikmenn fæddir 1996 eða fyrr hafa spilað eitthvað af ráði í deildinni. Það eru Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, og Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA. Báðir eru ágætlega vel að tilnefningunni komnir enda báðir staðið sig mjög vel, en þeir fá nú samkeppni frá leikmönnum í U21 árs liðinu á borð við Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki, Orra Sigurð Ómarsson, Val, Höskuld Gunnlaugsson, Breiðabliki, Böðvar Böðvarsson, FH, og Viðar Ara Jónsson, Fjölni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun KSÍ ekki notast við sömu viðmið og í fyrra í kosningu leikmanna Pepsi-deildarinnar á efnilegasta leikmanni Íslandsmótsins. Þar til í fyrra var miðað við að leikmenn væru gjaldgengir í U21 árs landsliðið og brá leikmönnum deildarinnar því mikið þegar þeir máttu aðeins kjósa leikmenn fædda 1995 og yngri. Hvorki Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni, né Aron Elís Þrándarson, Víkingi, sem báðir áttu frábært sumar í fyrra voru gjaldgengir svo dæmi sé tekið. Elías Már Ómarsson, Keflvíkingur, var kosinn bestur og vel að því kominn, en hann fór svo í atvinnumennsku eftir tímabilið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra hefðu aðeins ellefu af þeim 31 leikmanni sem í gegnum tíðina hafa verið kosnir efnilegastir verið gjaldgengir undir þessum skilmálum. Leikmenn á borð við Hörð Sveinsson, Keflavík (kosinn efnilegastur 2005), og Birki Má Sævarsson, Val (kosinn efnilegastur 2006), voru báðir 22 ára þegar þeir voru valdir en enn gjaldgengir í U21 árs landsliðið. Hvort um hrein mistök hafi verið að ræða hjá KSÍ í fyrra er ekki vitað, en þessu verður breytt aftur í fyrra horf eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Aldurinn sem notast var við í fyrra hefði þrengt hringinn mikið í ár þar sem aðeins tveir leikmenn fæddir 1996 eða fyrr hafa spilað eitthvað af ráði í deildinni. Það eru Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, og Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA. Báðir eru ágætlega vel að tilnefningunni komnir enda báðir staðið sig mjög vel, en þeir fá nú samkeppni frá leikmönnum í U21 árs liðinu á borð við Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki, Orra Sigurð Ómarsson, Val, Höskuld Gunnlaugsson, Breiðabliki, Böðvar Böðvarsson, FH, og Viðar Ara Jónsson, Fjölni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Sjá meira