Birta Líf segir mesta vindstrenginn lenda austur af landinu og að hann muni láta finna fyrir sér á miðum og djúpum. Mun því verða hvassviðri eða stormur fyrir austan um tíma en Birta Líf segir það markverðasta við þessa lægð að slydda eða jafnvel snjókoma gæti farið að falla í fjöll um tíma.
Annað kvöld er síðan von á annar lægð og hvessir þá heldur og bætir í úrkomu vestanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands:
Breytileg átt, 8-15 m/s, en gengur í suðvestan og vestan 13-23 m/s í nótt, hvassast SA- og A-til. Rigning og jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.
Á morgun:Suðvestan átt yfirleitt 8-15 og skúrir, en léttir heldur til fyrir austan. Gengur í sunnan 13-20 með rigningu vestantil á landinu annað kvöld. Hiti 4 til 11 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Suðvestan 10-18 m/s. Rigning í fyrstu og síðan skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast NA-til, en svalast á Vestfjörðum.
Á fimmtudag:
Suðvestan 10-18 og vætusamt, einkum V-lands, en úrkomulítið A-ast. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast A-lands.
Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og skúrir eða rigning með köflum, en þurrt og bjart veður NA-til. Hiti 4 til 10 stig, mildast austast, en líkur á næturfrosti.
Á laugardag:
Suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður NA-til. Vaxandi austlæg átt seinnipartinn. Hiti 3 til 7 stig, en sums staðar næturfrost.
Á sunnudag:
Ákveðin austlæg átt og víða rigning. Hiti 3 til 8 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir milda austan- og suðaustanátt og fremur vætusamt veður.