Vildum leyfa honum að vera og lifa í Sjóndeildarhringnum Magnús Guðmundsson skrifar 10. september 2015 10:30 Bergur Bernburg kynntist Georg Guðna skömmu fyrir aldamót og hreifst af bæði manninum og málverkunum sem endursköpuðu íslenskt landslag. Visir/GVA Ég var nú svo heppinn að kynnast Georg Guðna árið 1991 og varð strax heillaður af manninum og hans nálgun á sín viðfangsefni, hvort sem það voru hans málverk eða hreinlega hvað sem var. Hann var góður í að segja frá og gerði það á afskaplega góðan og skemmtilegan hátt, þannig að maður hreinlega gat ekki annað en hrifist með. Út frá þessu og horfandi á þessi málverk hans sem umlykja mann, faðma og teyma þá einhvern veginn hugsaði ég sem kvikmyndagerðarmaður að þetta er eitthvað sem mig langar til að vinna með,“ segir Bergur Bernburg kvikmyndagerðarmaður, sem er ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar Sjóndeildarhringur, þar sem fjallað er um líf og list Georgs Guðna listmálara. Sjóndeildarhringur kemur í almennar sýningar í Bíó Paradís annað kvöld og er áætlað að sýna myndina í um viku tíma. Þá er myndin einnig komin inn á kvikmyndahátíðina í Toronto og fleiri hátíðir á leiðinni.Unnið í hans anda Georg Guðni var fæddur árið 1961 en lést aðeins fimmtugur að aldri árið 2011. Hann var ótvírætt á meðal áhrifamestu listmálara þjóðarinnar og er talinn hafa endurvakið landslagið í íslenskri myndlist. Bergur segir að hann hafi náð því að vinna aðeins með Georg Guðna að stórri yfirlitssýningu í Listasafni Íslands 2004 og aftur í Santa Monica 2006 með Viggo Mortensen, sem er reyndar þekktari sem kvikmyndaleikari en hefur þó einnig fengist talsvert við myndlistina. „En svo kom þessi pæling með þessa kvikmynd alltaf upp aftur og aftur. Í kringum 2010 vorum við komnir nokkuð langt í samræðunni um þetta en svo þegar hann fellur frá 2011 þá þurfti auðvitað að endurskoða allt. Ári síðar fórum við Friðrik Þór að skoða hvað væri til af efni og ákváðum að vinna einfaldlega innan þess ramma, bæta inn viðtölum við fólk, safna saman því efni sem við gátum fundið, auk þess að ég átti líka eitthvað af efni í handraðanum. Það er mikil áskorun að vinna í svona þröngum ramma en ég hef svona stundum líkt þessu við eldamennsku. Það er ekkert rosalega erfitt að elda sterkan mexíkóskan mat en þegar kemur að því að útbúa eitthvað sem býr yfir fínni blæbrigðum eins og myndlistin hans Georgs Guðna þá vandast málið. Það er eitthvað sem er svo auðvelt að klúðra þannig að þetta hefur verið mikil áskorun. Markmiðið var þannig að vera ekki að krydda þetta efni of mikið, heldur leyfa því að vera og gefa því tíma. Og það er það sem við höfum haft að leiðarljósi í þessari mynd. Í hvert sinn sem það hafa komið upp atriði sem þurfti að leysa þá hefur alltaf hjálpað að hugsa; hvaða viðhorf hefði Guðni haft, og þá einhvern veginn rekur þetta sig sjálft. Þannig að þetta er unnið mikið til í hans anda.“Búrfell, ein af myndum Georgs Guðna á sýningunni sem verður opnuð í Arion banka á laugardaginn. Visir/GVAFlókið ferli en einfalt markmið Bergur segir að hann hafi ekki komið inn í kvikmyndalistina á sínum tíma í gegnum myndlist heldur mun fremur tónlist. Það þarf því ekki að koma á óvart að tónlistin spilar veigamikið hlutverk í myndinni. „Ég nota tónlistina mikið til þess að veita mér innblástur við taktinn í klippingunni og fleiri þáttum og læt hana gjarnan stýra stemningunni. Við fengum Kjartan Hólm, sem er í tónsmíðanámi við Listaháskólann þegar hann er ekki að spila með Sigur Rós, og hann tengdi strax við það sem við vorum að gera. Vissulega verður þetta allt pínu flókið þegar kvikmynd sem tjáningarform er farin að fjalla um annað tjáningarform sem er myndlistin og þegar þannig er þá gerir maður hluti sem margir verða ósáttir við. Sumir segja að við séum ekki að gera nóg en mér finnst að minna sé meira í þessu tilviki. Myndlist Georgs Guðna þarf að fá að lifa. Markmiðið var að Georg Guðni og hans list næði að skína í gegnum myndina frá upphafi til enda og það finnst mér hafa tekist og það er ég ánægður með.“Mynd um mann „Það er svo margt í þessu sem margir geta tengt við. Þetta snýst um viðhorf, náttúru og tilfinningar og það er það sem er svo áhugavert við list Georgs Guðna – hún kallar á svo margt inni í manni þegar maður horfir á hana. Þú ert með sjálfum þér og þú ert í einhverri dýpt. Þetta er eins og með sjóndeildarhringinn, sem Georg Guðni vann einmitt svo mikið með, hann er í raun ekki til heldur aðeins hugtak. Sjóndeildarhringur er í raun bara eitthvað sem er að gerast í hausnum á þér og það er það sem mér finnst vera áhugavert við þetta. Þú getur gert mynd um mann og sagt frá því hvað hann gerði, hvar hann fæddist og hverra manna hann var og allt þetta en þú getur líka leyft honum að vera og lifa og það er það sem við höfum leyft honum að gera í þessari mynd.“ Bíó og sjónvarp Myndlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég var nú svo heppinn að kynnast Georg Guðna árið 1991 og varð strax heillaður af manninum og hans nálgun á sín viðfangsefni, hvort sem það voru hans málverk eða hreinlega hvað sem var. Hann var góður í að segja frá og gerði það á afskaplega góðan og skemmtilegan hátt, þannig að maður hreinlega gat ekki annað en hrifist með. Út frá þessu og horfandi á þessi málverk hans sem umlykja mann, faðma og teyma þá einhvern veginn hugsaði ég sem kvikmyndagerðarmaður að þetta er eitthvað sem mig langar til að vinna með,“ segir Bergur Bernburg kvikmyndagerðarmaður, sem er ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni annar tveggja leikstjóra heimildarmyndarinnar Sjóndeildarhringur, þar sem fjallað er um líf og list Georgs Guðna listmálara. Sjóndeildarhringur kemur í almennar sýningar í Bíó Paradís annað kvöld og er áætlað að sýna myndina í um viku tíma. Þá er myndin einnig komin inn á kvikmyndahátíðina í Toronto og fleiri hátíðir á leiðinni.Unnið í hans anda Georg Guðni var fæddur árið 1961 en lést aðeins fimmtugur að aldri árið 2011. Hann var ótvírætt á meðal áhrifamestu listmálara þjóðarinnar og er talinn hafa endurvakið landslagið í íslenskri myndlist. Bergur segir að hann hafi náð því að vinna aðeins með Georg Guðna að stórri yfirlitssýningu í Listasafni Íslands 2004 og aftur í Santa Monica 2006 með Viggo Mortensen, sem er reyndar þekktari sem kvikmyndaleikari en hefur þó einnig fengist talsvert við myndlistina. „En svo kom þessi pæling með þessa kvikmynd alltaf upp aftur og aftur. Í kringum 2010 vorum við komnir nokkuð langt í samræðunni um þetta en svo þegar hann fellur frá 2011 þá þurfti auðvitað að endurskoða allt. Ári síðar fórum við Friðrik Þór að skoða hvað væri til af efni og ákváðum að vinna einfaldlega innan þess ramma, bæta inn viðtölum við fólk, safna saman því efni sem við gátum fundið, auk þess að ég átti líka eitthvað af efni í handraðanum. Það er mikil áskorun að vinna í svona þröngum ramma en ég hef svona stundum líkt þessu við eldamennsku. Það er ekkert rosalega erfitt að elda sterkan mexíkóskan mat en þegar kemur að því að útbúa eitthvað sem býr yfir fínni blæbrigðum eins og myndlistin hans Georgs Guðna þá vandast málið. Það er eitthvað sem er svo auðvelt að klúðra þannig að þetta hefur verið mikil áskorun. Markmiðið var þannig að vera ekki að krydda þetta efni of mikið, heldur leyfa því að vera og gefa því tíma. Og það er það sem við höfum haft að leiðarljósi í þessari mynd. Í hvert sinn sem það hafa komið upp atriði sem þurfti að leysa þá hefur alltaf hjálpað að hugsa; hvaða viðhorf hefði Guðni haft, og þá einhvern veginn rekur þetta sig sjálft. Þannig að þetta er unnið mikið til í hans anda.“Búrfell, ein af myndum Georgs Guðna á sýningunni sem verður opnuð í Arion banka á laugardaginn. Visir/GVAFlókið ferli en einfalt markmið Bergur segir að hann hafi ekki komið inn í kvikmyndalistina á sínum tíma í gegnum myndlist heldur mun fremur tónlist. Það þarf því ekki að koma á óvart að tónlistin spilar veigamikið hlutverk í myndinni. „Ég nota tónlistina mikið til þess að veita mér innblástur við taktinn í klippingunni og fleiri þáttum og læt hana gjarnan stýra stemningunni. Við fengum Kjartan Hólm, sem er í tónsmíðanámi við Listaháskólann þegar hann er ekki að spila með Sigur Rós, og hann tengdi strax við það sem við vorum að gera. Vissulega verður þetta allt pínu flókið þegar kvikmynd sem tjáningarform er farin að fjalla um annað tjáningarform sem er myndlistin og þegar þannig er þá gerir maður hluti sem margir verða ósáttir við. Sumir segja að við séum ekki að gera nóg en mér finnst að minna sé meira í þessu tilviki. Myndlist Georgs Guðna þarf að fá að lifa. Markmiðið var að Georg Guðni og hans list næði að skína í gegnum myndina frá upphafi til enda og það finnst mér hafa tekist og það er ég ánægður með.“Mynd um mann „Það er svo margt í þessu sem margir geta tengt við. Þetta snýst um viðhorf, náttúru og tilfinningar og það er það sem er svo áhugavert við list Georgs Guðna – hún kallar á svo margt inni í manni þegar maður horfir á hana. Þú ert með sjálfum þér og þú ert í einhverri dýpt. Þetta er eins og með sjóndeildarhringinn, sem Georg Guðni vann einmitt svo mikið með, hann er í raun ekki til heldur aðeins hugtak. Sjóndeildarhringur er í raun bara eitthvað sem er að gerast í hausnum á þér og það er það sem mér finnst vera áhugavert við þetta. Þú getur gert mynd um mann og sagt frá því hvað hann gerði, hvar hann fæddist og hverra manna hann var og allt þetta en þú getur líka leyft honum að vera og lifa og það er það sem við höfum leyft honum að gera í þessari mynd.“
Bíó og sjónvarp Myndlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira