Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 12:17 Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. vísir/andri marinó Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33
Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28