Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 12:17 Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. vísir/andri marinó Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Húsnæðismálin voru Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, hugleikin þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Gert er ráð fyrir að 2,6 milljarðar fari í húsnæðismálin samkvæmt frumvarpinu. Byggja á félagslegar íbúðir, auka stuðning við leigjendur auk þess sem lagt er til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigumtekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. „Hér ber að hafa í huga að heildaraðgerðir hins opinbera stuðli fyrst og fremst að auknu framboði húsnæðis og lækkun byggingakostnaðar við þær aðstæður sem nú eru uppi þannig að stöðugt og eðlilegt jafnvægi náist að nýju á fasteignamarkaði,“ sagði Bjarni.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Þá verði að koma á sjálfbæru fjármögnunarkerfi á húsnæðismarkaði til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu eign og þá þurfi að koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Of miklir hvatar væru að baki mikilli skuldsetningu almennings og nefndi Bjarni í því samhengi vaxtabótakerfið. Taka þyrfti á þessu.35.000 einstaklingar hafa nýtt séreignarsparnað sinn Fjármálaráðherra sagði svo að hann vildi festa varanlega í sessi séreignarsparnaðarleiðina en fasteignaeigendur geta tekið út séreignarsparnað sinn til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að nýta séreignarsparnaðinn með þessum hætti þar til í júní 2019. Um skattfrjálsar úttektir er að ræða. „Nú eru um 35.000 einstaklingar að nýta sér þá leið til að lækka greiðslubyrði sína. [...] Fjárhæðin sem búið er að ráðstafa af séreignarsparnaði til greiðslu lána og útgreiðsla vegna kaupa er um 11 milljarðar í dag. Að gefnum ákveðnum forsendum er hið opinbera að veita þannig með þessari aðgerð hátt í hálfan milljarð á mánuði í skattafrádrátt til að auðvelda einstaklingum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna.“ Bjarni sagði að þetta yrði að taka með í umræðu um aðgerðir sem ríkisstjórnin stendur fyrir til að bæta húsnæðiskerfið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33 Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands telur hættu á að þensla muni aukast þar sem óbærilegur þrýstingur verði á að eyða peningum. 10. september 2015 10:33
Á þriðja milljarð í húsnæðismál Ríkisstjórnin ætlar að setja 1,5 milljarða í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu húsnæði og 1,1 milljarð í húsnæði. 9. september 2015 07:00
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28