Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 14:26 Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs í vikunni en fyrsta umræða um það stendur nú yfir á Alþingi. vísir/GVA „Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
„Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28