Skákfélagið Hrókurinn vinnur markvisst að því að kynna sem flesta fyrir skákíþróttinni, markmiðið er að vekja upp gleðistundir sem víðast. Liðsmenn félagsins hafa farið í flesta skóla hérlendis og gáfu á tímabili tuttugu og fimm þúsund íslenskum börnum skákkennslubók að gjöf. Félagið hefur einnig haldið úti starfsemi á Grænlandi undanfarin tíu ár og hafa Hróksmenn glatt grunnskólabörn með gjöfum auk þess að kenna þeim listina að tefla.
Frá því í fyrra hafa þeir svo safnað fatnaði fyrir efnaminni börn í landinu. Söfnunin hefur farið fram með reglulegu millibili hérlendis og hafa fötin komið að góðum notum hjá nágrönnum okkar á Grænlandi.
Í meðfylgjandi myndbandi sjáum við brot úr þættinum en Hjálparhönd er sýndur á þriðjudagskvöldum á Stöð 2.
