
Stórfengleiki mannshugans
Önnur byggði á samtali Stephen Hawking við BBC. Hawking talar um nýja tækni sem þróuð hefur verið á sviði gervigreindar og hefur nýst honum vel til tjáskipta en eins og flestir vita er Hawhing nær alveg lamaður. Varðandi tjáninguna gengur þessi tækni svo langt að skynja hvernig prófessorinn hugsar og leggur til hvaða orð hann muni nota næst. Hawking er algerlega bundinn við hjólastól vegna hreyfitaugungahrörnunar.
Þessi nýju vísindi hafa sem sagt gert honum kleift að lifa og starfa þrátt fyrir sjúkdóminn, og gefið mannkyninu kost á að njóta þess sem þessi mikli hugsuður og vísindamaður hefur fram að færa.
Síðari greinin var ekki síður áhugaverð en í henni kemur fram að á okkar eigin landi er að finna Vitvélastofnun Íslands sem stundar rannsóknir á gervigreind og hermilíkönum. Dr. Kristinn R. Þórisson segir að gervigreind sé þegar farin að móta okkar daglega líf. Hún er notuð í símkerfum, leitarvélum, stjórn gatnakerfa og í háhraða viðskiptum þar sem fjárfestar höndla á ógnar hraða.
Þegar maður les þetta fer ekki hjá því að manni detti í hug að rétt handan við hornið séu framfarir á öllum sviðum mannlegs lífs rétt eins og þegar tölvuöldin hélt innreið sína. Hvernig væru sjúkrahúsin stödd án tölvutækninnar.
En ekki er allt sem sýnist. Meðan mannshugurinn svífur í hæstu hæðum og finnur upp tæki og tól til að gera lífið auðveldara og stórkostlegra bregður á skugga. Einhver eru þau öfl í heiminum sem sveigja með óhugnanlegum krafti vísindaframþróunina inn á óheillavænlegar brautir.
Í viðtalinu við BBC viðrar Hawking þann ótta sinn að „þróun gervigreindar geti markað endalok mannkynsins“ Það er sannarlega ekki uppörvandi og prófessorinn er varla að skella þessu fram alveg út í loftið.
Hvað varðar Vitvélastofnun Íslands þá hefur hún séð ástæðu til að setja sér siðastefnu en í henni felst meðal annars að stofnunin mun ekki taka þátt í rannsóknum á gerfigreind eða sjálfstýringu véla í hernaðarlegum tilgangi.
Í greininni er bent á að gervigreind bjóði upp á aukna möguleika stjórnvalda vítt og breitt til að beita háþróaðri tækni til að njósna um löghlýðna þegna sína, og um leið fara á svig við rótgrónar reglur og lög sem eiga að vernda borgara fyrir rofi á friðhelgi einkalífsins og að það stefni í að þetta verði viðtekin venja.
Dr. Kristinn segir í greininni varðandi þörf á siðareglum: „Fyrst og fremst eru þetta áhyggjur af þeirri stefnu sem gervigreind og rannsóknir á henni eru að taka í hernaðarlegu samhengi. Það þarf ekki að lesa nema nokkrar blaðsíður í mannkynssögunni til að sjá dæmi um misbeitingu vísindalegrar þekkingar... Við verðum að vera á varðbergi gagnvart möguleikum nýrrar þekkingar og þá sérstaklega misbeitingu hennar“
Samkvæmt grein hér á skoðun í visir.is undir yfirskriftinni „Ákall til aðalritara Sameinuðu þjóðanna“ kemur fram að staða heimsins hafi orðið til þess að hleypt var af stað heimsspannandi undirskriftasöfnun fyrir ákalli og hvatningu til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að kalla saman leiðtoga heimsins til tímamóta fundar til lausnar á þeim vanda sem við blasirog fer versnandi. Malala friðarverlaunahafi Nobels sagði í viðtalsþætti Operu Winfrey eitthvað á þá leið að hún væri óhrædd við að segja augliti til auglitis við Obama eða hvern annan þjóðarleiðtoga, að þeir bæru óskoraða ábyrgð á því ástandi heimsins sem við blasir. Að koma í veg fyrir frekari misbeitingu vísindalegrar þekkingar í þágu stríðsreksturs er einnig algerlega á þeirra ábyrgð.
Ég hvet alla friðelskandi, bæði konur og karla, að taka þátt í umræddri undirskriftasöfnun. Slóðin er:
https://secure.avaaz.org/en/petition/The_SecretaryGeneral_of_the_United_Nations_Call_an_urgent_meeting_of_world_leaders/?eEfyaab
Mig langar að ljúka þessum pistli með því að vísa til Sevilla yfirlýsingarinnar frá 1986. Hún byggir á niðurstöðu hóps vísindamanna á alþjóðlegri ráðstefnu í Seville á Spáni – Niðurstaða okkar er að við (mennirnir) séum ekki dæmdir til hernaðarátaka og ofbeldis af líffræðilegum ástæðum. Þess í stað er okkur mögulegt að binda enda á stríð og þær þjáningar sem þau valda. Við getum það ekki ein og hvert í sínu lagi heldur aðeins með samvinnu. Það skiptir hins vegar gríðarlegu máli að við, hvert og eitt okkar, trúum því að við getum þetta. Án þeirrar trúar má vera að við reynum ekki einu sinni.Stríð voru fundin upp í fornöld og á sama hátt getum við fundið upp friðinn á okkar tímum. Það er í höndum hvers og eins okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina.
Sevilla yfirlýsingin:
https://www.ppu.org.uk/learn/texts/doc_seville.html
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar