„Þeir sprengdu upp þrjá grafhýsisturna, á best varðveittu og fallegustu,“ segir Maamoun Abdelkarim, yfirmaður forminjastofnunar Sýrlands, við AFP fréttaveituna.
Turnarnir sem um ræðir standa fyrir utan borgina og eru á svæði sem kallast Dalur grafhýsanna. Þar var líkum ríkra fjölskyldna borgarinnar komið fyrir.
Rústirnar eru á fornminjaskrá UNESCO.
Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk.