Ein helsta Snapchat stjarna heims: Vill kynna landið sem hann elskar fyrir allri heimsbyggðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. september 2015 08:30 Chris Carmichael hefur vakið gríðarlega athygli með frammistöðu sinni á Snapchat. „Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann. Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann.
Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira