Handbolti

Alexander með sigurmark Löwen níu sekúndum fyrir leikslok

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander í leik með Löwen.
Alexander í leik með Löwen. vísir/getty
Alexander Peterssonr var hetja Rhein-Neckar Löwen í eins marks sigri, 24-23, á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Hann skoraði sigurmarkið níu sekúndum fyrir leikslok.

Heimamenn í Magdeburg byrjuðu af miklum krafti og staðan var 8-3 fyrir þeim eftir ellefu mínútna leik.

Hægt og rólega söxuðu ljónin á forskot Magdburg og jöfnuðu meðal annars metin í 12-14. Magdeburg skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan 14-12, Magdeburg í vil í hálfleik.

Löwen komst yfir í fyrsta skipti yfir í lengri, lengri tíma og komust í 19-18 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Spennan gífurleg.

Liðin skiptust svo á að skora, en Alexander Petersson reyndist hetja Löwen. Hann skoraði sigurmarkið níu sekúndum fyrir leikslok og lokatölur 24-23 sigur Löwen.

Alexander skoraði fimm mörk í leiknum, en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað. Alexander var markahæstur ásamt Uwe Gensheimer sem gerði einnig fimm mör.

Robert Weber gerði átta mörk fyrir Magdeburg, en Geir Sveinsson þjálfar eins og flestir vita lið Magdeburg.

Þetta var þriðji sigur Löwen, en þetta var fyrsti tapleikur Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×