Uppgjörið: FH - ÍBV 33-30 | Góður kafli í fyrri hálfleik skilaði sigri FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 17:46 FH sló ÍBV út í undanúrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og varð svo meistari. vísir/Diego Íslandsmeistarar FH unnu sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í þriðju umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 33-30. Eyjamenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og virtist allt ganga upp hjá liðinu á upphafsmínútunum. Gestirnir náðu mest fjögurra marka forskoti í stöðunni 2-6 eftir um átta mínútna leik, en þá neyddist Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, til að taka til sinna eign ráða og tók leikhlé. Við það vöknuðu FH-ingar heldur betur til lífsins. Þeir skoruðu næstu fimm mörk leiksins og náðu forystunni í leiknum. Áfram hélt áhlaup FH-inga og þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum höfðu þeir skorað ellefu mörk gegn aðeins tveimur mörkum Eyjamanna eftir leikhlé Sigursteins. Heimamenn héldu forskoti sínu út hálfleikinn og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 19-15. Eyjamenn náðu vopnum sínum þó á ný í síðari hálfleik og við tók spennandi leikur. Petar Jokanovic kom inn í markið hjá ÍBV og varði oft og tíðum mjög vel fyrir liðið. Sóknarlega tókst Eyjamönnum þó aldrei að nýta sér góða markvörslu og þar af leiðandi átti liðið í miklum erfiðleikum með að brúa bilið. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum fóru svo tvö rauð spjöld á loft með stuttu millibili. Kristófer Ísak Bárðarson í liði ÍBV fékk það fyrra fyrir að hrinda Jóhannesi Berg Andrasyni í loftinu og um mínútu síðar var Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH einnig sendur í sturtu fyrir að rífa aftan í skothöndina á Andra Erlingssyni. Þrátt fyrir mikinn hita í húsinu breyttist lítið í leiknum eftir þetta. FH-ingar héldu Eyjamönnum í nokkuð öruggri fjarlægð og unnu að lokum sterkan þriggja marka sigur, 33-30. Atvik leiksins Það eru tvö atvik sem gera tilkall til þess að fá titilinn atvik leiksins. Annars vegar þessi mínútu kafli þar sem rauðu spjöldin tvö fóru á loft, og hins vegar leikhléið sem Sigursteinn Arndal tók fyrir FH-inga í stöðunni 2-6. Eftir leikhléið snérist leikurinn algjörlega við og FH-ingar náðu yfirhöndinni, sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. Stjörnur og skúrkar Daníel Freyr Andrésson var kannski ekki með hæstu hlutfallsmarkvörslu sem við höfum séð, en hann varði oft og tíðum mikilvæg skot. Hann átti stóran þátt í því að FH-ingar snéru leiknum sér í hag í fyrri hálfleik og endaði að lokum með 13 varða bolta. Að sama skapi átti Petar Jokanovic stórleik eftir að hann kom inn á í liði Eyjamanna. Lengi vel var hann með yfir 50 prósent vörslu og endaði kvöldið með 14 varin skot, eða um 48 prósent hlutfallsvörslu. Skúrkarnir koma hins vegar úr liði ÍBV. Eyjamenn fóru illa með urmul dauðafæra þegar liðið hafði tækifæri á að koma sér almennilega inni í leikinn og voru því líklega sjálfum sér verstir. Daniel Vieira spilaði vel framan af leik, en gerði of mörg mistök á seinustu mínútunum. Að sama skapi má segja að Sigtryggur Daði Rúnarsson hafi átt afar vondan fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa bætt tölfræðina sína töluvert undir lok leiks eftir nokkuð góða hvíld. Dómararnir Þeir Ómar Ingi Sverrisson og Magnús Kári Jónsson fengu líklega ekki auðveldasta leikinn að dæma í kvöld. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast var hiti í mönnum og alltaf er hægt að pikka út nokkra dóma þar sem hefði átt að gera hitt eða þetta. Hins vegar verður að hrósa þeim félögum fyrir að halda línunni og lyfta rauða spjaldinu tvívegis á loft. Bæði brotin voru stórhættuleg og líklega náðu þeir Ómar og Magnús þeim algjörlega rétt. Olís-deild karla FH ÍBV
Íslandsmeistarar FH unnu sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í þriðju umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 33-30. Eyjamenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og virtist allt ganga upp hjá liðinu á upphafsmínútunum. Gestirnir náðu mest fjögurra marka forskoti í stöðunni 2-6 eftir um átta mínútna leik, en þá neyddist Sigursteinn Arndal, þjálfari FH-inga, til að taka til sinna eign ráða og tók leikhlé. Við það vöknuðu FH-ingar heldur betur til lífsins. Þeir skoruðu næstu fimm mörk leiksins og náðu forystunni í leiknum. Áfram hélt áhlaup FH-inga og þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum höfðu þeir skorað ellefu mörk gegn aðeins tveimur mörkum Eyjamanna eftir leikhlé Sigursteins. Heimamenn héldu forskoti sínu út hálfleikinn og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 19-15. Eyjamenn náðu vopnum sínum þó á ný í síðari hálfleik og við tók spennandi leikur. Petar Jokanovic kom inn í markið hjá ÍBV og varði oft og tíðum mjög vel fyrir liðið. Sóknarlega tókst Eyjamönnum þó aldrei að nýta sér góða markvörslu og þar af leiðandi átti liðið í miklum erfiðleikum með að brúa bilið. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum fóru svo tvö rauð spjöld á loft með stuttu millibili. Kristófer Ísak Bárðarson í liði ÍBV fékk það fyrra fyrir að hrinda Jóhannesi Berg Andrasyni í loftinu og um mínútu síðar var Ingvar Dagur Gunnarsson í liði FH einnig sendur í sturtu fyrir að rífa aftan í skothöndina á Andra Erlingssyni. Þrátt fyrir mikinn hita í húsinu breyttist lítið í leiknum eftir þetta. FH-ingar héldu Eyjamönnum í nokkuð öruggri fjarlægð og unnu að lokum sterkan þriggja marka sigur, 33-30. Atvik leiksins Það eru tvö atvik sem gera tilkall til þess að fá titilinn atvik leiksins. Annars vegar þessi mínútu kafli þar sem rauðu spjöldin tvö fóru á loft, og hins vegar leikhléið sem Sigursteinn Arndal tók fyrir FH-inga í stöðunni 2-6. Eftir leikhléið snérist leikurinn algjörlega við og FH-ingar náðu yfirhöndinni, sem þeir létu aldrei af hendi eftir það. Stjörnur og skúrkar Daníel Freyr Andrésson var kannski ekki með hæstu hlutfallsmarkvörslu sem við höfum séð, en hann varði oft og tíðum mikilvæg skot. Hann átti stóran þátt í því að FH-ingar snéru leiknum sér í hag í fyrri hálfleik og endaði að lokum með 13 varða bolta. Að sama skapi átti Petar Jokanovic stórleik eftir að hann kom inn á í liði Eyjamanna. Lengi vel var hann með yfir 50 prósent vörslu og endaði kvöldið með 14 varin skot, eða um 48 prósent hlutfallsvörslu. Skúrkarnir koma hins vegar úr liði ÍBV. Eyjamenn fóru illa með urmul dauðafæra þegar liðið hafði tækifæri á að koma sér almennilega inni í leikinn og voru því líklega sjálfum sér verstir. Daniel Vieira spilaði vel framan af leik, en gerði of mörg mistök á seinustu mínútunum. Að sama skapi má segja að Sigtryggur Daði Rúnarsson hafi átt afar vondan fyrri hálfleik, þrátt fyrir að hafa bætt tölfræðina sína töluvert undir lok leiks eftir nokkuð góða hvíld. Dómararnir Þeir Ómar Ingi Sverrisson og Magnús Kári Jónsson fengu líklega ekki auðveldasta leikinn að dæma í kvöld. Eins og svo oft áður þegar þessi lið mætast var hiti í mönnum og alltaf er hægt að pikka út nokkra dóma þar sem hefði átt að gera hitt eða þetta. Hins vegar verður að hrósa þeim félögum fyrir að halda línunni og lyfta rauða spjaldinu tvívegis á loft. Bæði brotin voru stórhættuleg og líklega náðu þeir Ómar og Magnús þeim algjörlega rétt.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti