Varnarmál færast til utanríkisráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 17:07 Utanríkisráðuneytið er staðsett við Rauðarárstíg. Vísir/VG Utanríkisráðuneytið mun alfarið taka yfir málefnaflokkinn varnarmál í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands og Ríkislögreglustjóra samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Jafnframt er gert ráð fyrir því að fjárframlög til öryggis- og varnarmála hækki, útsendum starfsmönnum í sendiráðum verði fjölgað og að skrifstofa fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg verði opnuð á nýjan leik. Utanríkisráðuneytið mun taka yfir skyldur innanríkisráðuneytisins vegna þeirra varnartengdra verkefna sem síðarnefnda ráðuneytið hefur sinnt. Samkvæmt samningi sem gerður var þann 30. júlí 2014 munu Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri annast tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum. Í því skyni munu fjárframlög til Landhelgisgæslunnar vegna loftrýmisgæslu lækka um 196 milljónir sem munu renna til utanríkisráðuneytisins sem tekur yfir málaflokkinn.Fleiri sérfræðingar til NATO og enduropnun skrifstofu í Strassborg. Gert er ráð fyrir því að framlög til öryggis- og varnarmála muni aukast um 213 milljónir króna. Fjölga á borgaralegum sérfræðingum frá Íslandi undir merkjum NATO úr fimm í tíu. Auka á stuðning við loftrýmisgæslu sem verður fært aftur í fyrra form auk þess sem efla á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Fjölga á útsendum starfsmönnum í sendiráðum Íslands og styrkja á sendiráð Íslands í Brussel til þess að auka áhrif Íslands á vettvengi EES-samnningsins. Gert er ráð fyrir að 40 milljónum verði varið í að enduropna skrifstofu fastanefndar Íslands við Evrópuráðið í Strassborg sem lokað var árið 2009. Ísland er eina aðildarríki Evrópuráðsins sem ekki hefur fasta viðveru í Strassborg. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður utanríkisráðuneytisins verði 12,9 milljarðar sem er aukning upp á 12% frá síðustu fjárlögum en í þeim var gert ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn yrði 11,5 milljarðar. Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar "Breytingar á skattkerfinu á árinu 2016 miða að því að bæta enn frekar lífskjör á Íslandi og auka um leið skilvirkni kerfisins.“ 8. september 2015 14:52 80 milljónir króna í að fá matgæðinga til landsins Íslandsstofa mun hafa umsjón með verkefninu Matvælalandið Ísland. 8. september 2015 14:45 Aukið framlag til hælisleitenda Stóraukning á fjárlögum til hælisleitenda á milli fjárlagafrumvarpa 2015 og 2016 8. september 2015 14:21 149 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða Fjárveitingin jafngildir 3,2 milljón króna hækkun frá yfirstandandi fjárlagaári. 8. september 2015 14:17 Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Utanríkisráðuneytið mun alfarið taka yfir málefnaflokkinn varnarmál í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands og Ríkislögreglustjóra samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Jafnframt er gert ráð fyrir því að fjárframlög til öryggis- og varnarmála hækki, útsendum starfsmönnum í sendiráðum verði fjölgað og að skrifstofa fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg verði opnuð á nýjan leik. Utanríkisráðuneytið mun taka yfir skyldur innanríkisráðuneytisins vegna þeirra varnartengdra verkefna sem síðarnefnda ráðuneytið hefur sinnt. Samkvæmt samningi sem gerður var þann 30. júlí 2014 munu Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri annast tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum. Í því skyni munu fjárframlög til Landhelgisgæslunnar vegna loftrýmisgæslu lækka um 196 milljónir sem munu renna til utanríkisráðuneytisins sem tekur yfir málaflokkinn.Fleiri sérfræðingar til NATO og enduropnun skrifstofu í Strassborg. Gert er ráð fyrir því að framlög til öryggis- og varnarmála muni aukast um 213 milljónir króna. Fjölga á borgaralegum sérfræðingum frá Íslandi undir merkjum NATO úr fimm í tíu. Auka á stuðning við loftrýmisgæslu sem verður fært aftur í fyrra form auk þess sem efla á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Fjölga á útsendum starfsmönnum í sendiráðum Íslands og styrkja á sendiráð Íslands í Brussel til þess að auka áhrif Íslands á vettvengi EES-samnningsins. Gert er ráð fyrir að 40 milljónum verði varið í að enduropna skrifstofu fastanefndar Íslands við Evrópuráðið í Strassborg sem lokað var árið 2009. Ísland er eina aðildarríki Evrópuráðsins sem ekki hefur fasta viðveru í Strassborg. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður utanríkisráðuneytisins verði 12,9 milljarðar sem er aukning upp á 12% frá síðustu fjárlögum en í þeim var gert ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn yrði 11,5 milljarðar.
Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar "Breytingar á skattkerfinu á árinu 2016 miða að því að bæta enn frekar lífskjör á Íslandi og auka um leið skilvirkni kerfisins.“ 8. september 2015 14:52 80 milljónir króna í að fá matgæðinga til landsins Íslandsstofa mun hafa umsjón með verkefninu Matvælalandið Ísland. 8. september 2015 14:45 Aukið framlag til hælisleitenda Stóraukning á fjárlögum til hælisleitenda á milli fjárlagafrumvarpa 2015 og 2016 8. september 2015 14:21 149 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða Fjárveitingin jafngildir 3,2 milljón króna hækkun frá yfirstandandi fjárlagaári. 8. september 2015 14:17 Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar "Breytingar á skattkerfinu á árinu 2016 miða að því að bæta enn frekar lífskjör á Íslandi og auka um leið skilvirkni kerfisins.“ 8. september 2015 14:52
80 milljónir króna í að fá matgæðinga til landsins Íslandsstofa mun hafa umsjón með verkefninu Matvælalandið Ísland. 8. september 2015 14:45
Aukið framlag til hælisleitenda Stóraukning á fjárlögum til hælisleitenda á milli fjárlagafrumvarpa 2015 og 2016 8. september 2015 14:21
149 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða Fjárveitingin jafngildir 3,2 milljón króna hækkun frá yfirstandandi fjárlagaári. 8. september 2015 14:17
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01