Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2015 07:00 Þingmenn mættu aftur í Alþingishúsið í gær eftir sumarfrí. vísir/vilhelm „Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum. Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum.
Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52