Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2015 07:00 Þingmenn mættu aftur í Alþingishúsið í gær eftir sumarfrí. vísir/vilhelm „Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum. Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þegar Alþingi var sett í gærkvöldi. Forsætisráðherrann lofaði efnahagsbata síðustu ára og aukin fjárframlög til velferðarkerfisins í ræðu sinni og kallaði eftir alþjóðasamstarfi við móttöku flóttamanna. „Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafn hratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.“ „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag, verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann bætti því við að þótt ríkið sé rekið með afgangi sé ríkisstjórnin að auka framlög til „allra mikilvægustu málaflokkanna“. Að mati forsætisráðherra skara Íslendingar sérstaklega fram úr á tveimur sviðum þar sem þeir gætu veitt öðrum þjóðum leiðsögn. Annars vegar í umhverfismálum og hins vegar sjávarútvegi. Sigmundur Davíð sagði nær alla íslenska orku framleidda með endurnýjanlegum orkugjöfum og að unnið sé að því að fjölga rafmagnsbílum. Þá sagði hann hafa tekist hér á landi að haga málum þannig að sjávarútvegur skili þjóðarbúinu verulegum tekjum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um fylgistap Samfylkingarinnar í ræðu sinni og sagði þörf á að breyta starfsháttum Alþingis. „Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni,“ sagði hann. Bjarni Benediktsson kallaði eftir því að ríkið myndi treysta fólki til að ráða sér sjálft og vill hann færa vald til fólksins. „Það eru röng skilaboð frá þinginu að treysta ekki fólki til þess að sækja áfengi í verslanir.“ Þá kallaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eftir því að langtímasjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. „Núverandi ríkisstjórn hefur lagt ofurkapp á að snúa öllu við sem sú síðasta gjörði án neinnar hugsunar um langtímasjónarmið.“ Óttarr Proppé, nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar, sagði tíma hafa verið sóað á síðasta þingi. „Við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs,“ sagði Óttarr og tók slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem dæmi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði fullt af fallegum fyrirheitum hjá ríkisstjórninni sem ekki væri að sjá stoð fyrir í fjárlögum.
Alþingi Tengdar fréttir Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Setning Alþingis og stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi í dag Alþingi verður sett í dag klukkan 11:10 að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 8. september 2015 07:23
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52