Mikil rigning tók á móti íslensku landsliðsstrákunum þegar þeir mættu á sína fyrstu æfingu í Amsterdam í dag en framundan er leikur á móti Hollandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið.
Birkir Már Sævarsson flaug til Amsterdam frá Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann er á sínu fyrsta tímabili með Hammarby IF.
„Það er gaman að hitta strákana eins og alltaf. Við hlökkum til leiksins," segir Birkir Már.
Íslenska liðið lenti í helli dembu á fyrstu æfingu sinni í dag og það mátti meðal annars heyra í þrumum í nágrenninu á meðan æfingunni stóð.
„Þetta var vissulega svolítið blaut æfing en ég er vanur því frá Bergen," sagði Birkir Már sem spilaði þá með Brann í norsku úrvalsdeildinni. Hann segist því hafa mætt á ófáar æfingarnar í rigningu.
„Ég var í sex ár í Bergen þar sem rigndi á hverjum degi og ég er því vanur þessum aðstæðum," sagði Birkir í léttum tón.
Íslenska liðið æfði í tveimur hlutum í dag þar sem leikmennirnir sem spiluðu á sunnudag tóku mun rólegri æfingu en hinir.
„Menn vöknuðu snemma og voru að ferðast í dag. Þessi æfing snérist því aðallega um það að koma sér í gang," sagði Birkir Már.
Liðið æfir aftur á morgun og hver veit nema að sólin skíni á strákana þá. Spáin er að minnsta kosti hagstæðari fyrir þá sem vilja ekki gegnblotna aftur eins og í dag.
Birkir Már vanur rigningunni | Blautt á fyrstu æfingunni í Amsterdam

Tengdar fréttir

Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn
Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn.

Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn
Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla.

„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“
Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016.

Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn.