Gleðilega menningarnótt! Dagur B. Eggertsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra viðbragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni.Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Landsbankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegnum umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra viðbragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni.Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Landsbankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegnum umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt!
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar