Gleðilega menningarnótt! Dagur B. Eggertsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra viðbragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni.Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Landsbankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegnum umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á morgun höldum við Menningarnótt í 20. sinn en hún var fyrst haldin árið 1996 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Menningarnótt er stærsta og fjölmennasta einstaka hátíð sem haldin er á landinu en meira en 100.000 gestir koma í bæinn og meira en hundrað mismunandi viðburðir eru haldnir.Ganga, hjóla, í strætó eða á bíl Til að tryggja aðgengi sjúkrabíla og slökkvibíla og annarra viðbragðsaðila verður miðbænum lokað fyrir bílaumferð eins og undanfarin ár. Um það bil 40 ólíkir hagsmunaaðilar koma að skipulagningu og samráði þar sem farið er yfir nauðsynlegar lokanir, aðstoð meðan á hátíð stendur, löggæslu og aðkomu sjúkrabíla, samgöngur og margt fleira til að gera Menningarnótt ánægjulega og örugga. Hægt er að kynna sér allar upplýsingar um aðgengi og lokanir á vef Menningarnætur.Ókeypis skutlur Í fyrra buðum við í fyrsta skipti upp á ókeypis skutlur niður í miðborg frá stórum bílastæðum við Kirkjusand og Borgartún undir slagorðinu Leggjum fjær og komumst nær, en sú þjónusta sló í gegn og verður því aftur í boði í ár. Svo er líka ókeypis í strætó sem keyrir hefðbundnar leiðir til kl. 23.00 en þá tekur við sérstakt leiðakerfi sem á að koma öllum hratt og örugglega heim úr miðborginni.Njótum Menningarnætur saman Að Menningarnótt standa fjölmargar stofnanir, listamenn og félagasamtök. Bakhjarlar Menningarnætur eru sem fyrr Landsbankinn og Vodafone en Landsbankinn styrkir viðburði gegnum umsóknir í Menningarnæturpottinn og Vodafone kostar flugeldasýninguna sem er lokaatriði Menningarnætur. Öllum þessum aðilum vil ég þakka sérstaklega.Hvað á að svo gera? Og hvað á svo að gera á Menningarnótt? Eftir að Menningarnótt stækkaði svona ógurlega hefur gefist vel að láta tilviljun ráða, byrja einhvers staðar og leyfa viðburðunum að teyma sig áfram án þess að vera með eitthvert stórkostlegt plan. Svo er líka hægt að þræða stóru viðburðina, maraþonið, flugeldasýninguna og ört stækkandi viðburði eins og karnivalið á Hverfisgötu. Mikilvægast er samt að njóta Menningarnætur saman með fjölskyldunni, fara í bæinn saman og svo heim saman. Gleðilega Menningarnótt!
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar