Liðsmenn Íslamska ríkisins eru búnir að sprengja upp forna hofið
Baal
Shamin
í sýrlensku borginni
Palmyra
. Borgin er á
heimsminjaskrá
UNESCO.
Í síðustu viku tóku vígasveitir samtakanna umsjónarmann
fornminja
borgarinnar af lífi. Hann hafði verið í haldi samtakanna í um mánuð áður en hann var afhöfðaður fyrir utan safn borgarinnar.
Palmyra
féll í hendur
ISIS
fyrr í maí og síðan þá hefur verið óttast að þeir muni eyðileggja rústirnar, eins og þeir hafa áður gert með sambærilegar minjar í Sýrlandi sem og Írak.
Íslamska ríkið sprengdi Baal Shamin
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
