Íslendingur hyggst gera Malmö að alþjóðlegustu borg heims Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2015 12:15 Finnur Sverrisson segist fyrst hafa fengið hugmyndina að Little Big Malmö fyrir fimm árum en að hann hafi unnið markvisst að þessu síðasta árið. Mynd/Alfreð Gunnarsson, Getty „Við viljum að þetta verði í fyrsta sinn sem nokkur borg í heimi geti titlað sig „fullkomlega alþjóðlega“,“ segir Finnur Sverrisson, annar stofnenda verkefnisins Little Big Malmö, en verkefnið miðar að því að fá ríkisborgara frá öllum ríkjum heims til að búa í Malmö. Finnur segist í samtali við Vísi fyrst hafa fengið hugmyndina fyrir fimm árum en að hann hafi unnið markvisst að þessu síðasta árið. „Í Malmö býr fólk frá 169 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Við viljum því fá fólk frá þeim 24 ríkjum sem upp á vantar.“ Verkefnið er hópfjármögnunarverkefni sem gengur út á að markaðssetja borgina í ríkjunum 24 og svo að aðstoða fólkið að koma sér fyrir í borginni. „Við viljum að þetta verði í fyrsta sinn sem nokkur borg í heimi geti titlað sig „fullkomlega alþjóðlega“ ef svo mætti að orði komast. Svo er þetta einnig í fyrsta sinn sem þróunarverkefni sem þetta er fjármagnað af borgurunum sjálfum. Við viljum breyta ímynd Malmö út á við, að þetta verði „andlit“ borgarinnar,“ segir Finnur.Marcus McKinley, Finnur Sverrisson og Lars Holst Lyberg, forsvarsmenn verkefnisins.Mynd/Little Big MalmöEkki enn ein ímyndarherferðin frá ferðamálaráðiHann segir að hver og einn íbúi Malmöborgar geti keypt hlut í verkefninu. „Það eru þó ekki einungis íbúar borgarinnar sem geta tekið þátt og hafa nú þegar fyrirspurnir og styrkir borist til dæmis frá nágrannaríkjum Svíþjóðar, Bandaríkjunum og Grikklandi. Fólk hefur greinilega mikinn áhuga á að sjá hina fullkomnu alþjóðlegu borg verða að veruleika og þá sérstaklega að tiltölulega lítil borg í suðurhluta Svíþjóðar geti orðið fyrst til að ná þeim áfanga.“ Finnur segir hugmyndina vera að Little Big Malmö verði ekki enn ein ímyndarherferð frá einhverju ferðamálaráði . Þannig sækir verkefnið ekki neina styrki til Malmöborgar eða sænska ríkisins. „Þeim er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt en við viljum að hinn almenni Malmöbúi eigi og stjórni verkefninu. Þannig sé þetta „bottom-up-verkefni“.“Malmöfestivalen verði alþjóðlegasta hátíð heimsMalmöfestivalen, árleg hátíð Malmöborgar, lauk um síðustu helgi þar sem verkefnið var kynnt og segir Finnur að vonir standi til að markmiðið náist fyrir hátíðina sem haldin verður að ári. „Við viljum að Malmöfestivalen 2016 verði „alþjóðlegasta hátíð heims“ með ríkisborgurum frá öllum ríkjum heims. Raunsætt mat okkar er þó að við náum takmarkinu fyrir árslok 2016.“ Finnur segir að New York sé sem stendur alþjóðlegasta borg í heimi sé miðað er við 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þar vanti ríkisborgara frá fjórum ríkjum. Þau ríki sem upp á vanta í Malmö eru Antígva og Barbúda, Andorra, Belís, Bútan, Brúnei, Grenada, Kíribatí, Kómoreyjar, Liechtenstein, Maldíveyjar, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Óman, Nárú, Palá, Sankti Kitts og Nevis, Salómonseyjar, Saó Tóme og Prinsípe, Suður-Súdan, Tonga, Túvalú, Vanúatú og Austur-Tímor. Finnur segir að í Malmö búi þó raunverulega fólk af fleiri þjóðernum þar sem lönd á borð við Færeyjar og Grænland séu ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum.Turning Torso í Malmö.Vísir/GettyFá íbúð, vinnu og hjólFinnur segir að peningurinn sem safnast verði notaður til að markaðssetja Malmö í þeim ríkjum sem um ræðir og að bjóða aðfluttum velkomna í Malmö. „Við verðum með sérstakt teymi sem tekur á móti fólkinu og stendur til að bjóða fólkinu sérstakan pakka til að auðvelda því að koma sér fyrir. Við getum auðvitað ekki bara hirt fólkið frá heimalandi sínu og svo skilið það eftir í borginni. Við ætlum að bjóða þeim flugmiðann hingað og opinn miða til baka. Ef þeim líkar ekki lífið hér þá á fólkið að sjálfsögðu ekki að neyðast til að búa í Malmö. Það fær íbúð í eitt ár og þar verðum við bæði með einstaklingaíbúðir og fjölskylduíbúðir. Við útvegum fólkinu vinnu eða þannig að það geti gengið í skóla.“ Hann segir starfsmenn verkefnisins einnig vera í nánu sambandi við Útlendingastofnun þar sem að sjálfsögðu verði að fara að lögum um innflytjendur í verkefni sem þessu. Fólkinu verði einnig boðið upp á kort á menningarviðburði og í almenningssamgöngur borgarinnar. „Malmö er sjötta besta borg heims þegar kemur að hjólasamgöngum þannig að allir munu einnig fá hjól. Við viljum koma þeim inn í samfélagið í Malmö og skapa þannig aðstæður að það fari strax að gefa til baka. Það mun sem sagt fá vinnu, borga skatt og strax verða góðir og virkir þjóðfélagsþegnar.“Þar sem gamlar hugmyndir mætast skapast nýjarForsvarsmenn verkefnisins segjast trúa því að ef Malmö tekur á móti fólki með ólíkan bakgrunn þá verði samfélagið betra og þar sem gamlar hugmyndir mætast þá skapist nýjar. „Þannig skapast nýtt hugvit í Malmö og það gagnast fyrirtækjum í borginni. Ef fyrirtækjum gengur vel er greiddur meiri skattur og það skilar sér í betri borg.“ Hann segir suma hafa spurt hvers vegna peningarnir sem safnast séu ekki sendir til Sýrlands eða annarra stríðshrjáðra landa. Það sé hins vegar einfaldlega ekki markmið fjármögnunarinnar. „Við trúum því að með því að afmá hugmyndir og fordóma um fólk frá ákveðnum löndum þá erum við komin í nokkuð góðan gír. Við viljum skapa okkar framtíðarborg og gera Malmöbúa stolta af sjálfum sér. Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur – þú ert Malmöbúi,“ segir Finnur að lokum. Tímor-Leste Belís Bútan Grenada Grikkland Kómoreyjar Liechtenstein Maldíveyjar Norðurlönd Salómonseyjar Sankti Kitts og Nevis Saó Tóme og Prinsípe Svíþjóð Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Við viljum að þetta verði í fyrsta sinn sem nokkur borg í heimi geti titlað sig „fullkomlega alþjóðlega“,“ segir Finnur Sverrisson, annar stofnenda verkefnisins Little Big Malmö, en verkefnið miðar að því að fá ríkisborgara frá öllum ríkjum heims til að búa í Malmö. Finnur segist í samtali við Vísi fyrst hafa fengið hugmyndina fyrir fimm árum en að hann hafi unnið markvisst að þessu síðasta árið. „Í Malmö býr fólk frá 169 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Við viljum því fá fólk frá þeim 24 ríkjum sem upp á vantar.“ Verkefnið er hópfjármögnunarverkefni sem gengur út á að markaðssetja borgina í ríkjunum 24 og svo að aðstoða fólkið að koma sér fyrir í borginni. „Við viljum að þetta verði í fyrsta sinn sem nokkur borg í heimi geti titlað sig „fullkomlega alþjóðlega“ ef svo mætti að orði komast. Svo er þetta einnig í fyrsta sinn sem þróunarverkefni sem þetta er fjármagnað af borgurunum sjálfum. Við viljum breyta ímynd Malmö út á við, að þetta verði „andlit“ borgarinnar,“ segir Finnur.Marcus McKinley, Finnur Sverrisson og Lars Holst Lyberg, forsvarsmenn verkefnisins.Mynd/Little Big MalmöEkki enn ein ímyndarherferðin frá ferðamálaráðiHann segir að hver og einn íbúi Malmöborgar geti keypt hlut í verkefninu. „Það eru þó ekki einungis íbúar borgarinnar sem geta tekið þátt og hafa nú þegar fyrirspurnir og styrkir borist til dæmis frá nágrannaríkjum Svíþjóðar, Bandaríkjunum og Grikklandi. Fólk hefur greinilega mikinn áhuga á að sjá hina fullkomnu alþjóðlegu borg verða að veruleika og þá sérstaklega að tiltölulega lítil borg í suðurhluta Svíþjóðar geti orðið fyrst til að ná þeim áfanga.“ Finnur segir hugmyndina vera að Little Big Malmö verði ekki enn ein ímyndarherferð frá einhverju ferðamálaráði . Þannig sækir verkefnið ekki neina styrki til Malmöborgar eða sænska ríkisins. „Þeim er að sjálfsögðu velkomið að taka þátt en við viljum að hinn almenni Malmöbúi eigi og stjórni verkefninu. Þannig sé þetta „bottom-up-verkefni“.“Malmöfestivalen verði alþjóðlegasta hátíð heimsMalmöfestivalen, árleg hátíð Malmöborgar, lauk um síðustu helgi þar sem verkefnið var kynnt og segir Finnur að vonir standi til að markmiðið náist fyrir hátíðina sem haldin verður að ári. „Við viljum að Malmöfestivalen 2016 verði „alþjóðlegasta hátíð heims“ með ríkisborgurum frá öllum ríkjum heims. Raunsætt mat okkar er þó að við náum takmarkinu fyrir árslok 2016.“ Finnur segir að New York sé sem stendur alþjóðlegasta borg í heimi sé miðað er við 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þar vanti ríkisborgara frá fjórum ríkjum. Þau ríki sem upp á vanta í Malmö eru Antígva og Barbúda, Andorra, Belís, Bútan, Brúnei, Grenada, Kíribatí, Kómoreyjar, Liechtenstein, Maldíveyjar, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Óman, Nárú, Palá, Sankti Kitts og Nevis, Salómonseyjar, Saó Tóme og Prinsípe, Suður-Súdan, Tonga, Túvalú, Vanúatú og Austur-Tímor. Finnur segir að í Malmö búi þó raunverulega fólk af fleiri þjóðernum þar sem lönd á borð við Færeyjar og Grænland séu ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum.Turning Torso í Malmö.Vísir/GettyFá íbúð, vinnu og hjólFinnur segir að peningurinn sem safnast verði notaður til að markaðssetja Malmö í þeim ríkjum sem um ræðir og að bjóða aðfluttum velkomna í Malmö. „Við verðum með sérstakt teymi sem tekur á móti fólkinu og stendur til að bjóða fólkinu sérstakan pakka til að auðvelda því að koma sér fyrir. Við getum auðvitað ekki bara hirt fólkið frá heimalandi sínu og svo skilið það eftir í borginni. Við ætlum að bjóða þeim flugmiðann hingað og opinn miða til baka. Ef þeim líkar ekki lífið hér þá á fólkið að sjálfsögðu ekki að neyðast til að búa í Malmö. Það fær íbúð í eitt ár og þar verðum við bæði með einstaklingaíbúðir og fjölskylduíbúðir. Við útvegum fólkinu vinnu eða þannig að það geti gengið í skóla.“ Hann segir starfsmenn verkefnisins einnig vera í nánu sambandi við Útlendingastofnun þar sem að sjálfsögðu verði að fara að lögum um innflytjendur í verkefni sem þessu. Fólkinu verði einnig boðið upp á kort á menningarviðburði og í almenningssamgöngur borgarinnar. „Malmö er sjötta besta borg heims þegar kemur að hjólasamgöngum þannig að allir munu einnig fá hjól. Við viljum koma þeim inn í samfélagið í Malmö og skapa þannig aðstæður að það fari strax að gefa til baka. Það mun sem sagt fá vinnu, borga skatt og strax verða góðir og virkir þjóðfélagsþegnar.“Þar sem gamlar hugmyndir mætast skapast nýjarForsvarsmenn verkefnisins segjast trúa því að ef Malmö tekur á móti fólki með ólíkan bakgrunn þá verði samfélagið betra og þar sem gamlar hugmyndir mætast þá skapist nýjar. „Þannig skapast nýtt hugvit í Malmö og það gagnast fyrirtækjum í borginni. Ef fyrirtækjum gengur vel er greiddur meiri skattur og það skilar sér í betri borg.“ Hann segir suma hafa spurt hvers vegna peningarnir sem safnast séu ekki sendir til Sýrlands eða annarra stríðshrjáðra landa. Það sé hins vegar einfaldlega ekki markmið fjármögnunarinnar. „Við trúum því að með því að afmá hugmyndir og fordóma um fólk frá ákveðnum löndum þá erum við komin í nokkuð góðan gír. Við viljum skapa okkar framtíðarborg og gera Malmöbúa stolta af sjálfum sér. Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur – þú ert Malmöbúi,“ segir Finnur að lokum.
Tímor-Leste Belís Bútan Grenada Grikkland Kómoreyjar Liechtenstein Maldíveyjar Norðurlönd Salómonseyjar Sankti Kitts og Nevis Saó Tóme og Prinsípe Svíþjóð Tonga Túvalú Vanúatú Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira