

Fyrrverandi prestur frá Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Tímor-Leste fyrir barnaníð. Hinn 84 ára gamli Richard Daschbach, sem hefur búið í Asíuríkinu í áratugi og unnið við trúboð var dæmdur fyrir barnaníð, barnaklám og heimilisofbeldi.
Að minnsta kosti 157 eru látin og tuga er enn saknað eftir að fellibylurinn Seroja gekk yfir Indónesíu og nágrannaríkið Tímor-Leste á sunnudag.
Systkinin Fransisco og Jacinta Marto voru tekin í dýrlingatölu í dag í bænum Fatima í Portúgal. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Um fimmhundruð þúsund manns voru viðstaddir athöfnina.
Finnur Sverrisson fer fyrir verkefni sem miðar að því að fá ríkisborgara frá öllum ríkjum heims til að búa í Malmö.
Ólíklegra er að alþjóðasamfélagið stöðvi þjóðarmorð á borð við þau sem áttu sér stað í Rúanda vegna misheppnaðra hernaðaríhlutana í Írak og Afganistan. Ólíklegt er að Kína, Brasilía eða Indland beiti sér með sama hætti og Bandaríkin hafa gert.