Páfinn tekur portúgölsk börn í dýrlingatölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2017 17:58 Frans páfi brosir til mannfjöldans úr páfabílnum eftir að hann tók tvö hirðingjabörn í dýrlingatölu í bænum Fatima í Portúgal í dag. Vísir/EPA Frans páfi gerði tvö portúgölsk börn, systkinin Fransisco og Jacintu Marto, að dýrlingum í dag. Gríðarlegur mannfjöldi fylgdist með athöfninni sem fram fór í bænum Fatima, rétt norðan við Lissabon, höfuðborg Portúgals. BBC greinir frá. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Í fréttatilkynningu frá Vatíkaninu kom fram að um fimmhundruð þúsund manns hafi verið viðstaddir athöfnina í dag. Þá var athöfnin fjölsótt af pílagrímum sem komu langt að, til að mynda frá Kína, Venesúela og Austur-Tímor. Frans páfi kom til Fatimu í gær. Hann ferðaðist þangað með þyrlu og keyrði svo um bæinn í „páfabílnum“ fræga. Hann flutti einnig erindi við bænavöku í kapellu, sem reist var á staðnum þar sem María Mey er sögð hafa birst börnunum. Jacinta og Fransisco, börnin sem tekin voru í dýrlingatölu í dag, létust í inflúensufaraldi sem geisaði í Evrópu á árunum 1918 -1919. Frænka þeirra, Lucia dos Santos, hafði hin svokölluðu „leyndarmál Fatimu“ eftir frændsystkinum sínum sem kaþólska kirkjan hefur haft í hávegum síðan. Lucia verður tekin í dýrlingatölu von bráðar. Öryggisgæsla í landinu var hert töluvert vegna heimsóknar páfans. Hann fetar í fótspor fyrirrennara sinna, Benedikts og Jóhannesar Páls, sem einnig heimsóttu bæinn í starfstíð sinni. Tímor-Leste Páfagarður Portúgal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Frans páfi gerði tvö portúgölsk börn, systkinin Fransisco og Jacintu Marto, að dýrlingum í dag. Gríðarlegur mannfjöldi fylgdist með athöfninni sem fram fór í bænum Fatima, rétt norðan við Lissabon, höfuðborg Portúgals. BBC greinir frá. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Í fréttatilkynningu frá Vatíkaninu kom fram að um fimmhundruð þúsund manns hafi verið viðstaddir athöfnina í dag. Þá var athöfnin fjölsótt af pílagrímum sem komu langt að, til að mynda frá Kína, Venesúela og Austur-Tímor. Frans páfi kom til Fatimu í gær. Hann ferðaðist þangað með þyrlu og keyrði svo um bæinn í „páfabílnum“ fræga. Hann flutti einnig erindi við bænavöku í kapellu, sem reist var á staðnum þar sem María Mey er sögð hafa birst börnunum. Jacinta og Fransisco, börnin sem tekin voru í dýrlingatölu í dag, létust í inflúensufaraldi sem geisaði í Evrópu á árunum 1918 -1919. Frænka þeirra, Lucia dos Santos, hafði hin svokölluðu „leyndarmál Fatimu“ eftir frændsystkinum sínum sem kaþólska kirkjan hefur haft í hávegum síðan. Lucia verður tekin í dýrlingatölu von bráðar. Öryggisgæsla í landinu var hert töluvert vegna heimsóknar páfans. Hann fetar í fótspor fyrirrennara sinna, Benedikts og Jóhannesar Páls, sem einnig heimsóttu bæinn í starfstíð sinni.
Tímor-Leste Páfagarður Portúgal Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira