Maria Sharapova tekjuhæsta íþróttakona heimsins árið 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Maria Sharapova, tekjuhæsta íþróttakona heimsins 2015. Vísir/getty Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir. Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Tenniskonur eru með töluverða yfirburði þegar kemur að launahæstu íþróttamönnum heims í dag en sjö af tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims eru í tennis. Hin rússneska Maria Sharapova er tekjuhæsta íþróttakona heimsins en þetta er ellefta árið í röð sem hún er tekjuhæst íþróttakvenna. Forbes tók listann saman en hann má sjá hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að Serena Williams hafi sigrað á öllum stórmótum heimsins á síðast ári nær hún aðeins öðru sæti en alls munaði fimm milljónum dollara á tekjum þeirra. Munaði helst um auglýsingarsamninga Sharapova sem og nammifyrirtækið sem rússneska tenniskonan stofnaði fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að Serena sé sennilega ein fremsta íþróttakona sögunnar hafa stórfyrirtæki forðast auglýsingarsamninga við hana vegna útlits hennar. Þykir hún of vöðvastælt til þess að auglýsa og hafa fyrirtæki fyrir vikið frekar notfært sér Sharapova en líkamsbygging Williams hefur gert það að verkum að hún virðist vera óstöðvandi þrátt fyrir að vera orðinn 33 ára gömul. Danska tenniskonan Caroline Wozniacki situr í þriðja sæti með tæplega helming af tekjum Sharapova en fyrsta konan á listanum sem leikur ekki tennis er NASCAR ökumaðurinn Danica Patrick. Nýliðinn á listanum er Ronda Rousey, bardagakona úr UFC sem hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum. Hefur hún ásamt bardögum sínum leikið í þremur kvikmyndum, gefið út ævisögu sem sló í gegn ásamt því að moka inn auglýsingarsamningum. Fengu íþróttakonurnar tíu samtals 124 milljónir dollara á síðasta ári en um 12% lækkun var að ræða frá síðasta ári. Munaði þar helst um að tvær af fremstu íþróttakonum heims, tenniskonan Li Na og skautakonan Kim Yuna, hættu í íþróttum sínum á árinu. Er það aðeins brot af því sem tíu launahæstu karlkyns íþróttamennirnir fengu á síðasta ári en það taldi samtals 950 milljónir dollara.Tíu tekjuhæstu íþróttakonur ársins 2015. 1. Maria Sharapova frá Rússlandi (Tennis), 29,7 milljónir. 2. Serena Williams frá Bandaríkjunum (Tennis), 24,6 milljónir. 3. Caroline Wozniacki frá Danmörku (Tennis), 14,6 milljónir. 4. Danica Patrick frá Bandaríkjunum (Kappakstur), 13,9 milljónir. 5. Ana Ivanovic frá Serbíu (Tennis), 8,3 milljónir. 6. Petra Kvitova frá Tékklandi (Tennis), 7,7 milljónir. 7. Simona Halep frá Rúmeníu (Tennis), 6,8 milljónir. 8. Ronda Rousey frá Bandaríkjunum (UFC), 6,5 milljónir. 9. Stacy Lewis frá Bandaríkjunum (Golf), 6,4 milljónir. 10. Agnieszka Radwanska frá Póllandi (Tennis), 6 milljónir.
Aðrar íþróttir Tennis Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira