Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefdar BHM, kveðst ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/GVA Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54
Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30
Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00
Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16