Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2015 15:06 Abu Bakr al Baghdadi og Kayla Mueller. Vísir/AFP Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15
Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15
Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30
Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35