Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2015 15:06 Abu Bakr al Baghdadi og Kayla Mueller. Vísir/AFP Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15
Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15
Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30
Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35