Davíð Þór: Reynum að hefna að einhverju leyti fyrir tapið í fyrra 16. ágúst 2015 21:45 Davíð Þór Viðarsson verður í eldlínunni á morgun. vísir/skjáskot Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, segir að fólk megi búast við alvöru leik tveggja góðra liða í Kaplakrika á morgun þegar FH og Stjarnan mætast í stórleik sextándu umferð Pepsi-deildar karla. Liðin eru að mætast í fyrsta skipti í Kaplakrika eftir úrslitaleikinn í fyrra og segir Davíð að FH-ingar séu nokkurn veginn búnir að jafna sig. „Við erum að ég held búnir að jafna okkur nokkurn veginn eftir það og erum í harðri baráttu á toppnum," sagði Davíð Þór í samtali við Svövu Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 aðspurður út í leikinn dramatíska í fyrra. „Við þurfum virkilega á þessum þremur stigum að halda á morgun og auðvitað kryddar það aðeins að þetta er Stjarnan sem er að koma hingað í fyrsta skipti eftir þennan leik," en hvernig er staðan á lykilmönnum? „Hún er svipuð. Við erum að fá menn til baka. Hewson er kannski sá sem er lengst frá því að spila eftir fótbrotið sitt, en það á eftir að koma í ljós. Hann spilar líklega ekkert fyrr en í september, en hinir eru annað hvort tilbúnir eða alveg við það að verða tilbúnir." Stjarnan situr í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 20 stig, en liðið varð eins og kunnugt er Íslandsmeistari í fyrra. „Þeir hafa kannski valdið vissum vonbrigðum, en þetta er spurning um það að þeir hafa verið frekar óheppnir með meiðsli. Atli Jóhannsson er búinn að vera frá allt tímabilið og hann var virkilega mikilvægur fyrir þá í fyrra." „Michael Præst var meiddur í upphafi móts, Garðar er búinn að vera meiddur og þetta snýst líka aðeins um að vera heppnir með meiðsli og annað slíkt. Þeir eru með hörkugott lið og við gerðum jafntefli við þá í fyrri umferðinni," en við hverju mega áhorfendur búast? „Þetta verður alvöru leikur tveggja góðra liða og við þurfum að gjöra svo vel að mæta tilbúnir og reyna kannski að hefna að einhverju leyti fyrir tapið í fyrra," sagði Davíð Þór að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan, en leikurinn verður í benini útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst leikurinn klukkan 18:30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, segir að fólk megi búast við alvöru leik tveggja góðra liða í Kaplakrika á morgun þegar FH og Stjarnan mætast í stórleik sextándu umferð Pepsi-deildar karla. Liðin eru að mætast í fyrsta skipti í Kaplakrika eftir úrslitaleikinn í fyrra og segir Davíð að FH-ingar séu nokkurn veginn búnir að jafna sig. „Við erum að ég held búnir að jafna okkur nokkurn veginn eftir það og erum í harðri baráttu á toppnum," sagði Davíð Þór í samtali við Svövu Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 aðspurður út í leikinn dramatíska í fyrra. „Við þurfum virkilega á þessum þremur stigum að halda á morgun og auðvitað kryddar það aðeins að þetta er Stjarnan sem er að koma hingað í fyrsta skipti eftir þennan leik," en hvernig er staðan á lykilmönnum? „Hún er svipuð. Við erum að fá menn til baka. Hewson er kannski sá sem er lengst frá því að spila eftir fótbrotið sitt, en það á eftir að koma í ljós. Hann spilar líklega ekkert fyrr en í september, en hinir eru annað hvort tilbúnir eða alveg við það að verða tilbúnir." Stjarnan situr í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með 20 stig, en liðið varð eins og kunnugt er Íslandsmeistari í fyrra. „Þeir hafa kannski valdið vissum vonbrigðum, en þetta er spurning um það að þeir hafa verið frekar óheppnir með meiðsli. Atli Jóhannsson er búinn að vera frá allt tímabilið og hann var virkilega mikilvægur fyrir þá í fyrra." „Michael Præst var meiddur í upphafi móts, Garðar er búinn að vera meiddur og þetta snýst líka aðeins um að vera heppnir með meiðsli og annað slíkt. Þeir eru með hörkugott lið og við gerðum jafntefli við þá í fyrri umferðinni," en við hverju mega áhorfendur búast? „Þetta verður alvöru leikur tveggja góðra liða og við þurfum að gjöra svo vel að mæta tilbúnir og reyna kannski að hefna að einhverju leyti fyrir tapið í fyrra," sagði Davíð Þór að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan, en leikurinn verður í benini útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst leikurinn klukkan 18:30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira