Halldóra Geirharðs: „Ég yrði frábær forseti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 15:45 Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni í sumar. Vísir/Andri Marinó Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34
Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49
Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00