Tim Brithen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari HV71, sem leikur í efstu deild í Svíþjóð, heimalandi Brithen.
Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á störf Brithen fyrir ÍHÍ en núverandi samningur hans við Íshokkísambandið gildir fram yfir 2. deild HM í apríl á næsta ári.
„Þetta er líklega stærsta starf sem ég hef fengið á þjálfaraferlinum hingað til. Ég er mjög ánægður því í þessu felst stórt tækifæri fyrir mig. Félagið er á meðal þeirra stærstu í Svíþjóð,“ sagði Brithen í samtali við mbl.is.
„Við höfum ekki komist að niðurstöðu en erum að vinna í því. Ég get því ekkert sagt til um það á þessari stundu en auðvitað mun þetta nýja starf taka mikinn tíma. Ég þarf í samvinnu við ÍHÍ að finna lausn sem hentar öllum aðilum.“
Ísland endaði í 5. sæti A-riðils 2. deildar á HM sem var haldinn hér á landi í apríl. Það var annað heimsmeistaramót íslenska liðsins undir stjórn Brithen.
Óvíst hvort Brithen haldi áfram sem landsliðsþjálfari
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti




„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn