LBGT fólk í Úganda fór í gleðigöngu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 23:34 Hinsegin dagar í Úganda náðu hápunkti sínum í dag. vísir/afp Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP. Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Það var ekki aðeins á Íslandi sem hinsegin fólk fór í gleðigöngu því hið sama gerðu fólk í Úganda. Talsverður munur er á stöðu hinsegin fólks hér og þar en samkynhneigð er ólögleg í Úganda. Viðburðurinn var haldinn fyrir utan höfuðborgina Kampala og er hápunktur hátíðarhalda sem staðið hafa yfir í vikunni. Fyrr í vikunni fór fram fegurðarsamkeppni samkynhneigðra og einn dagurinn var tileinkaður transfólki. Fólk kom saman, dansaði og veifaði regnbogafánanum til að vekja athygli á málstaðnum. Þeir sem verða uppvísir að samkynhneigð í Úganda eiga yfir höfði sér fangelsisrefsingu en Úganda er eitt þeirra 72 landa þar sem samkynhneigð er enn ólögleg. Flest löndin eru í Miðausturlöndum, Norður- og Mið-Afríku. Í fyrra reyndi þjóðþing landsins að setja á lög þar sem lífstíðarfangelsi yrðu viðurlögin við samkynhneigð. Fyrir ári síðan komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að lögin stæðust ekki stjórnarskrá og var hátíðarhöldunum því valinn dagur nú. Fyrr í vikunni komst hæstiréttur Úganda að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skila brúðargjaldi kæmi til skilnaðar hjóna. „Gangan snýst um að sýna fólki að ofbeldi, mismunun og smánun gagnvart LBGT fólki er slæm. Við erum að senda þau skilaboð að við séum til og að við viljum sömu réttindi og aðrir íbúar Úganda,“ segir Moses Kimbugwe einn þeirra sem tók þátt í göngunni. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mælti fyrir því í heimsókn sinni til heimsálfunnar fyrir skemmstu að bragarbót yrði gerð í málum LBGT fólks í álfunni. Yfirlýsingin hefur mætt andstöðu hjá mörgum þjóðarleiðtogum Afríku sem segja að samkynhneigð sé ekki partur af menningu álfunnar. Nokkrar myndir af glöðu fólki í göngunni fylgja með fréttinni en myndirnar eru frá AFP.
Hinsegin Tengdar fréttir Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Úgandskir dómstólar ógilda lög gegn samkynhneigð Lagasetningin fól í sér bann við hvers kyns umfjöllun um samkynhneigð og "áróður“ fyrir hinum "samkynnheigða lífstíl“. 1. ágúst 2014 11:36