Brúðargjald löglegt í Úganda en ekki hægt að fá endurgreitt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. ágúst 2015 23:24 Kampala, höfuðborg Úganda. vísir/getty Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“ Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Hæstiréttur Úganda hefur lagt bann við því að skila brúðargjaldi í kjölfar skilnaðar hjóna. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í höfuðborginni Kampala í dag en AP segir frá. Hópur fólks hafði höfðað mál til að fá úr því skorið hvort brúðargjaldið stæðist lög. Gjaldið er oftar en ekki fé eða búfénaður sem brúðguminn greiðir til fjölskyldu verðandi eiginkonu sinnar. Meðlimir hópsins vildu meina að gjaldið væri niðurlægjandi fyrir konur og myndi í raun gera þær að eign mannsins. Rekstur málsins hófst árið 2007 og er nú lokið með niðurstöðu hæstaréttar. Dómurinn féllst á það með málshefjendum að það væri niðurlægjandi að skila brúðargjaldinu aftur til mannsins ef upp úr flosnaði og hafði orð á því að „konur væru ekki vörur sem hægt væri að kaupa og skila á markaði.“ Rétturinn taldi hins vegar að gjaldið sjálft stæðist stjórnarskrá. „Þetta er sigur fyrir okkur og fyrir konur,“ segir Leah Nabunnya talsmaður hópsins sem höfðaði málið. Hún bætir því við að rannsóknir sýni að fjöldi kvenna í Úganda séu fastar í ofbeldissamböndum og þurfi að giftast mönnum sem þær vilji lítið með hafa. „Komi til skilnaðar eru margar fjölskyldur í þeirri aðstöðu að geta ekki skilað gjaldinu og þetta er því áfangasigur.“
Tengdar fréttir Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37
Gætu fengið lífstíðardóm fyrir samkynhneigð Tveir karlmenn í Úganda voru handteknir í janúar eftir að þeir flúðu frá æstum múg. 7. maí 2014 16:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Mannréttindi í Úganda styrkt Samtökin 78 & Íslandsdeild Amnesty International, ásamt nemum í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir tónleikumí kvöld til styrktar mannréttindum í Úganda. 6. mars 2014 12:00