Erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur er búin að tryggja sér þátttökurétt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. vísir/afp Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Sjá meira
Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins og fyrri daga mótsins var íslenska sundfólkið áberandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50 metra bringusundi í gær og endaði í 7. sæti af átta keppendum en hún kom að bakkanum á 31,12 sekúndum. „Þetta er búið að vera alveg frábært,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún segir árangurinn á HM hafi farið fram úr hennar björtustu vonum: „Ég fór inn í mótið með það að markmiði að hafa gaman af þessu, gera eins vel og ég gæti.“ Það gekk heldur betur eftir en Hrafnhildur var í miklu stuði í Kazan og setti alls fimm Íslandsmet; í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hrafnhildur komst í úrslit í 50 og 100 metra bringusundi og var hársbreidd frá því að komast í úrslit í 200 metra bringusundi, en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá Kína í svokölluðu umsundi. Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50 metra bringusundinu eins og áður sagði, því sjötta í 100 metrunum og því níunda í 200 metrunum. Hrafnhildur er því meðal þeirra tíu bestu í heiminum í þremur greinum. Hún segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að komast í úrslit í 50 metra bringusundinu. „Það er svo erfitt að búast við einhverju í 50 metrunum því þetta er bara ein ferð. Þetta snýst bara um það hver snertir bakkann fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári í þremur greinum; 100 og 200 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi. Hrafnhildur synti einnig með íslensku boðsundssveitinni í 4x100 metra fjórsundi í gær. Sveitina skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryndís Rún Hansen og systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur. Íslenska sveitin synti á 4:04,43 mínútum og sló rúmlega þriggja ára gamalt Íslandsmet í greininni. Ísland endaði í 18. sæti af 25 sveitum en tólf efstu sveitirnar komust inn á Ólympíuleikana. „Þetta gekk mjög vel, við náðum Íslandsmetinu og það var ótrúlega skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði Hrafnhildur og bætti við: „Við stefndum að því að komast inn á Ólympíuleikana en við eigum enn möguleika á því.“ Fjögur sæti eru enn laus í boðsundinu á Ólympíuleikunum en Ísland gæti tryggt sér farseðilinn þangað á EM í London á næsta ári að sögn Hrafnhildar, sem útskrifast frá Florida-háskólanum í desember. Hún mun þó halda áfram að æfa með sundliði skólans fram að Ólympíuleikunum á næsta ári.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Sjá meira