Kostnaður bandaríska ríkisins vegna hernaðaraðgerða gegn ISIS er kominn upp í 3,2 milljarða bandaríkjadala eða um 9,4 milljónir dala á dag, samkvæmt mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Bandaríkin hófu hernaðaðgerðir gegn ISIS í ágúst 2014. Fyrstu mánuðina nam kostnaðurinn 5,6 milljónum bandaríkjadala á dag en þá var aðeins barist gegn ISIS í Írak. Eftir að aðgerðir hófust einnig í Sýrlandi hefur kostnaðurinn aukist jafnt og þétt.
Meirihluti kostnaðarins eða tæplega 1,7 milljarður bandaríkjadala felst í daglegum flugaðgerðum bandaríska flughersins en kostnaður við hergögn og aðgerðastuðning kostar einnig sitt, tæplega 1,5 milljarð.
Kostnaðarsamt að berjast gegn ISIS

Tengdar fréttir

Sautján loftárásir frá mánudegi
Bandaríkin og bandamenn þeirra varpa sprengjum á ISIS í Írak og Sýrlandi.

Leynivopn Íslamska ríkisins
Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér.

Liðsmenn ISIS aftur komnir í Kobane
Sýrlenska mannréttindavaktin segir að fjöldi fólks hafi látist þegar kom til átaka á milli hópanna í miðborg Kobane.

Hafa sprengt tvö forn hof við Palmyra
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa birt myndir af eyðileggingunni sem hafa ýtt undir ótta um að hin forna borg sé næst.

Obama segir herafla ekki nóg gegn ISIS
Vinna þurfi bug á þeim aðstæðum sem sköpuðust sem urðu til þess að samtökin náðu að dafna.