Þingmaður hoppaði úr sér stressið og setti húsið á sölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júlí 2015 12:45 Hér má sjá glitta í hið stresslosandi trampólín. Vísir/fasteign Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis. Alþingi Hús og heimili Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Þó svo að þingmaðurinn Silja Dögg Gunnarsdóttir hafi sett hús sitt í Reykjanesbæ á sölu þurfa kjósendur í Suðurkjördæmi ekki að örvænta. Hún segist ekki alls ekki vera á leið úr kjördæminu og vill í raun hvergi annars staðar búa en á Suðurnesjum. Heimili Silju Daggar að Seljudal 5 í Reykjanesbæ er nú komið á sölu hjá fasteignasölunni Brú en hún og maður hennar reistu húsið sjálf árið 2008. Húsið eru rúmir 200 fermetrar að stærð og stendur ekki allsendis langt frá flæðarmálinu. Í samtali við Vísi segir framsóknarkonan að einungis praktískar ástæður búi að baki flutningunum. Fjölskyldan vilji minnka við sig eftir að elsta barnið á heimilinu flaug úr hreiðrinu. Þrátt fyrir að Silja og hennar slekti séu ekki búin að finna sér nýjan íverustað segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að vera steypa sér í mikið óvissulimbó ef af sölunni verður á næstu misserum. Fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér og hefur hún litla trú á öðru en að leit hennar að minni og jafnvel eldri eign muni ganga skjótt og öruggt fyrir sig. Hún segist muna sjá mikið eftir því að búa í húsinu - sem hún líkir við það að búa í sumarbústað. Ekki síst vegna heita pottsins sem hún leitaði oft í eftir langan dag á þinginu. Trampólínið muni hún þó taka með sér enda segir Silja að það hafi gert sama gagn og heiti potturinn. Fátt sé betra eftir langan átakadag á Alþingi en að hoppa á trampólíninu að sögn þingmannsins. Myndir af framsóknarvillu Silju Daggar má nálgast hér að ofan og nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.
Alþingi Hús og heimili Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira