KR hvorki kaupir né selur í glugganum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2015 08:30 Gary Martin sem hefur verið orðaður við Breiðablik er ekki á förum frá KR. Vísir/Andri Marinó Gary Martin er ekki á leið frá KR í félagaskiptaglugganum. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forráðamenn Breiðabliks gert hosur sínar grænar, í takt við fagurgrænan lit félagsins, fyrir enska framherjanum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó borist í kappann til Vesturbæjarliðsins. „Það fer enginn annar frá okkur í glugganum. Það er alveg pottþétt mál,“ sagði Kristinn við Vísi. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sagði við Vísi í gær að fréttir um að KR hefði boðið Valsmönnum að gera tilboð í Gary Martin væri tóm vitleysa. Aðspurður hvort KR-ingar væru að horfa í kringum sig eftir leikmönnum sagði formaðurinn svo ekki vera. „Nei, það er enginn væntanlegur til okkar og enginn á förum.“Hörð barátta um framherjastöðuna Gary Martin sagðist ósáttur við stöðu sína hjá KR í viðtali við Vísi eftir sigurleikinn gegn FH á sunnudaginn. Martin byrjaði á varamannabekknum líkt og í fyrri leiknum gegn Rosenborg. Hann kom þó snemma inn á í þeim leik sökum meiðsla Þorsteins Más Ragnarssonar. Baráttan um framherjastöðuna í liði KR er hörð. Auk Gary Martin og Þorsteins Más er Hólmbert Aron Friðjónsson mættur í Vesturbæinn. Gary hefur líst því yfir að hann vilji fyrst og fremst spila frammi en ekki á kantinum. Fróðlegt verður að sjá hvar hans kraftar verða nýttir í framhaldinu. Eins og staðan er nú þarf mikið að gerast til að hann yfirgefi þá svörtu og hvítu fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðarmótin.Þorsteinn sagðist vilja fara Breiðablik virðist horfa í töluverðum mæli í Vesturbæ Reykjavíkur eftir leikmönnum. Þannig kom Atli Sigurjónsson til Blika frá KR fyrr í sumar og allt benti til þess að Þorsteinn Már væri á sömu leið. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, sagði í Akraborginni í gær að Þorsteinn Már hefði verið búinn að ákveða að ganga í raðir Kópavogsliðsins. Honum hefði síðar snúist hugur. Svipað var uppi á teningnum fyrir tímabilið þegar Kristján Flóki Finnbogason hætti við að ganga í raðir Blika og fór til uppeldisfélags síns, FH. Lét Arnar hafa eftir sér að hann hefði alist upp við það að menn stæðu við loforð. Það væru greinilega breyttir tímar í dag. Ljóst er að Blikar eru að horfa í kringum sig og Gary Martin einn þeirra sem þeir hafa áhuga á. Liðinu vantar markaskorara en liðið hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum sem er nokkuð minna en liðin sem sitja í efstu þremur sætum deildarinnar.Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.Veik Evrópuvon KR og FH Leikmenn KR eru í Þrándheimi þar sem framundan er viðureign við Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á morgun. KR tapaði fyrri leiknum í Vesturbænum 1-0 og er von liðsins því veik fyrir síðari leikinn. FH-ingar eiga sömuleiðis litla möguleika í sinni viðureign gegn Inter Baku í Aserbaídsjan annað kvöld eftir 2-1 tap í Kaplakrika. Stjörnunnar bíður svo ærið verkefni í kvöld á Samsung-vellinum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan tapaði 2-0 í fyrri leiknum í Glasgow. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48 Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51 Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 „Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Gary Martin er ekki á leið frá KR í félagaskiptaglugganum. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forráðamenn Breiðabliks gert hosur sínar grænar, í takt við fagurgrænan lit félagsins, fyrir enska framherjanum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó borist í kappann til Vesturbæjarliðsins. „Það fer enginn annar frá okkur í glugganum. Það er alveg pottþétt mál,“ sagði Kristinn við Vísi. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sagði við Vísi í gær að fréttir um að KR hefði boðið Valsmönnum að gera tilboð í Gary Martin væri tóm vitleysa. Aðspurður hvort KR-ingar væru að horfa í kringum sig eftir leikmönnum sagði formaðurinn svo ekki vera. „Nei, það er enginn væntanlegur til okkar og enginn á förum.“Hörð barátta um framherjastöðuna Gary Martin sagðist ósáttur við stöðu sína hjá KR í viðtali við Vísi eftir sigurleikinn gegn FH á sunnudaginn. Martin byrjaði á varamannabekknum líkt og í fyrri leiknum gegn Rosenborg. Hann kom þó snemma inn á í þeim leik sökum meiðsla Þorsteins Más Ragnarssonar. Baráttan um framherjastöðuna í liði KR er hörð. Auk Gary Martin og Þorsteins Más er Hólmbert Aron Friðjónsson mættur í Vesturbæinn. Gary hefur líst því yfir að hann vilji fyrst og fremst spila frammi en ekki á kantinum. Fróðlegt verður að sjá hvar hans kraftar verða nýttir í framhaldinu. Eins og staðan er nú þarf mikið að gerast til að hann yfirgefi þá svörtu og hvítu fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðarmótin.Þorsteinn sagðist vilja fara Breiðablik virðist horfa í töluverðum mæli í Vesturbæ Reykjavíkur eftir leikmönnum. Þannig kom Atli Sigurjónsson til Blika frá KR fyrr í sumar og allt benti til þess að Þorsteinn Már væri á sömu leið. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, sagði í Akraborginni í gær að Þorsteinn Már hefði verið búinn að ákveða að ganga í raðir Kópavogsliðsins. Honum hefði síðar snúist hugur. Svipað var uppi á teningnum fyrir tímabilið þegar Kristján Flóki Finnbogason hætti við að ganga í raðir Blika og fór til uppeldisfélags síns, FH. Lét Arnar hafa eftir sér að hann hefði alist upp við það að menn stæðu við loforð. Það væru greinilega breyttir tímar í dag. Ljóst er að Blikar eru að horfa í kringum sig og Gary Martin einn þeirra sem þeir hafa áhuga á. Liðinu vantar markaskorara en liðið hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum sem er nokkuð minna en liðin sem sitja í efstu þremur sætum deildarinnar.Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.Veik Evrópuvon KR og FH Leikmenn KR eru í Þrándheimi þar sem framundan er viðureign við Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á morgun. KR tapaði fyrri leiknum í Vesturbænum 1-0 og er von liðsins því veik fyrir síðari leikinn. FH-ingar eiga sömuleiðis litla möguleika í sinni viðureign gegn Inter Baku í Aserbaídsjan annað kvöld eftir 2-1 tap í Kaplakrika. Stjörnunnar bíður svo ærið verkefni í kvöld á Samsung-vellinum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan tapaði 2-0 í fyrri leiknum í Glasgow.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48 Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51 Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 „Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34
Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48
Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51
Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49
Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55
„Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn