„Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 17. september 2025 23:32 Hermann Hreiðarsson gefur lærisveinum sínum skipanir. Vísir/Pawel Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, kunni vel að meta að leikmenn beggja liða gáfu allt í botn í seinni hálfleik í sigri hans manna gegn Þrótti í fyrri undanúrslitaleik í umspili um sæti í efstu deild karla í fótbolta í Kórnum í kvöld. „Þetta var í raun alveg lygilegt. Leikurinn fór rólega af stað og bæð lið voru varfærin í fyrri hálfleik. Svo fór allt bara í hvínandi botn í seinni hálfleik sem var alveg stórskemmtilegur. Við byrjum seinni hálfleikinn af krafti og setjum inn tvö mörk,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, í hálfgerðu sjokki eftir viðburðarríkan seinni hálfleik. „Svo kemur bara frekar skrýtinn kafli þar sem það eru sex til sjö leikmenn hjá okkur haltrandi inni á vellinum og ég þurfti að velja hverja af þeim ég myndi taka út af. Það var óþarfi að leka inn þremur mörkum á þeim kafla en við vorum laskaðir um tíma,“ sagði Hermann um þann tæpa tíu mínútna kafla þar sem Þróttur skoraði þrjú mörk. „Við sýndum hins vegar alvöru karakter að snúa taflinu aftur okkur í hag og tryggja okkur sigurinn á lokakaflanum. Það hefði verið auðvelt að koðna eftir að hafa lent undir en við komum aftur á móti grjótharðir til baka og náðum okkur í forskot fyrir seinni leikinn,“ sagði hann stoltur af leikmönnum sínum. „Þeir sem komu inná mættu sprækir til leiks og við fengum innspýtingu með þeim. Þetta var galopið og sem betur fer náðum við að innbyrða sigur. Ólafur Örn varði vel undir lokin og tryggði okkur sigur. Nú þurfum við að sjá hverjum við getum tjasslað saman fyrir seinni leikinn. Það væri gott að hafa reynsluboltana með í þeim leik,“ sagði Hermann um seinni rimmu liðanna. Lengjubikar karla HK Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta var í raun alveg lygilegt. Leikurinn fór rólega af stað og bæð lið voru varfærin í fyrri hálfleik. Svo fór allt bara í hvínandi botn í seinni hálfleik sem var alveg stórskemmtilegur. Við byrjum seinni hálfleikinn af krafti og setjum inn tvö mörk,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, í hálfgerðu sjokki eftir viðburðarríkan seinni hálfleik. „Svo kemur bara frekar skrýtinn kafli þar sem það eru sex til sjö leikmenn hjá okkur haltrandi inni á vellinum og ég þurfti að velja hverja af þeim ég myndi taka út af. Það var óþarfi að leka inn þremur mörkum á þeim kafla en við vorum laskaðir um tíma,“ sagði Hermann um þann tæpa tíu mínútna kafla þar sem Þróttur skoraði þrjú mörk. „Við sýndum hins vegar alvöru karakter að snúa taflinu aftur okkur í hag og tryggja okkur sigurinn á lokakaflanum. Það hefði verið auðvelt að koðna eftir að hafa lent undir en við komum aftur á móti grjótharðir til baka og náðum okkur í forskot fyrir seinni leikinn,“ sagði hann stoltur af leikmönnum sínum. „Þeir sem komu inná mættu sprækir til leiks og við fengum innspýtingu með þeim. Þetta var galopið og sem betur fer náðum við að innbyrða sigur. Ólafur Örn varði vel undir lokin og tryggði okkur sigur. Nú þurfum við að sjá hverjum við getum tjasslað saman fyrir seinni leikinn. Það væri gott að hafa reynsluboltana með í þeim leik,“ sagði Hermann um seinni rimmu liðanna.
Lengjubikar karla HK Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira