Michael Jackson vildi vera Jar Jar Binks Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:38 Gunganinn vísir/getty Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða.
Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira