Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2015 21:29 Atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Vísir/AFP Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru. MH17 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru.
MH17 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira