Ismar Tandir leikur ekki fleiri leiki með Breiðabliki en samningi hans við félagið hefur verið rift. Ismar heldur af landi brott í dag.
Þetta kemur fram á Blikar.is, stuðningsmannaveg Breiðabliks.
Ismar fann aldrei taktinn í græna búningnum og kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Í heildina lék hann átta leiki með Breiðabliki og skoraði í þeim eitt mark.
Ismar er fæddur í Þýskalandi en ólst að stærstum hluta upp í Bandaríkjunum. Foreldrar hans eru bosnískir en hann á að baki leiki með U-21 árs liði Bosníu.
Breiðablik tekur á móti Fjölni á mánudaginn í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildarinnar.
Ismar Tandir farinn frá Breiðabliki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn






Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn