„Allavega ekki að koma ísöld“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2015 13:20 Sævar Helgi Bragason. Vísir/Anton „Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “ Veður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Það er allavega ekki að koma ísöld,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í samtali við Vísi um fréttir þess efnis að lítil ísöld geti átt sér stað á jörðinni vegna minnkandi virkni sólar. Greint var frá niðurstöðum vísindamanna við Háskólann í Northumbria á Englandi í gær sem sögðu virkni sólar eiga eftir að dragast saman um allt að 60 af hundraði upp úr 2030 og því myndi fylgja kólnun á jörðinni og lítil ísöld nefnd í því samhengi sem myndi vara í nokkra áratugi.Fleiri áhrifaþættir Sævar segir hins vegar allt of snemmt að segja til um það. „Þetta var líkindagerð þar sem vísindamenn voru að reyna skilja hvers vegna sólblettasveiflan er mismunandi öflug. Það er í rauninni aðalinntakið með rannsókninni. Svo er klykkt út með því í lok fréttatilkynningarinnar frá konunglega breska stjarnvísindafélaginu, frá vísindamönnunum sjálfum, að eftir fimmtán ár verði þessi sólblettasveifla í sögulegu lágmarki og gæti orðið jafn lítil eins og hún var í kringum það sem kallast Maunder-lágmarkið kringum 1650 þegar áratugir liðu án þess að nokkrir sólblettir sæjust á sólinni.“Erum við á leið inn í nýja ísöld? Alveg örugglega ekki.Á 10-12 ára tímabili gengur sólin í gegnum það sem við köllum...Posted by Stjörnufræðivefurinn on Monday, July 13, 2015Merki um eldgos fundist Hann segir mikið kuldaskeið hafa verið í Evrópu á sama tíma. „Sem hófst reyndar miklu fyrr og lauk svo töluvert seinna eftir að virkni sólarinnar var komið aftur í lag. Litlu ísöldinni lauk ekkert fyrr en lok nítjándu aldar. Þar voru miklu fleiri áhrifaþættir sem höfðu áhrif á þessa litlu ísöld en bara sólin. Jarðfræðingar hafa stungið upp á og fundið merki um mikil eldgos sem hafa orðið á þrettándu - fjórtándu öld þó aldrei hafi tekist að staðsetja það almennilega. Svo hafa menn líka skoðað breytingar á vindröstum sem hafa verið að dæla köldu lofti yfir Bandaríkin og breytingar á hafstraumum.“ Hann segir Halldór Björnsson veðurfræðing hafa bent á að ef virkni sólar færi minnkandi þá myndi hiti lækka um hálfa gráðu sem myndi ekki vega upp á móti hlýnuninni sem hefur orðið frá árinu 1900 sem nemur um 0,8 gráðum.Ótímabært að tala um kólnun Hann segir rannsókn bresku vísindamannanna ekki hafa farið í gegnum ritrýningu sér af vitandi og því beri að taka henni með fyrirvara. „Það getur vel verið að við séum að sigla inn í rólegt tímabil í virkni sólarinnar, það sýnir sig kannski á því að núverandi sólblettasveifla er mun veikari en menn áttu von á og sú veikasta í næstum því hundrað ár. Við gætum alveg verið að sigla inn í rólegt tímabil en hvort því fylgir einhver kólnun það er allt of ótímabært að segja til um. Það er allavega ekki að koma ísöld. “
Veður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent