Íslenski FIFA-dómarinn Gunnar Jarl Jónsson er á leiðinni til Búdapest í Ungverjalandi þar sem hann dæmi leik í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.
Gunnar Jarl dæmir þar fyrri leik ungverska félagsins Ferencvárosi TC og bosníska félagsins FK Zeljeznicar í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Groupama Arena velli í Búdapest.
Með Gunnari eru aðstoðardómararnir Birkir Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson en Þóroddur Hjaltalín verður síðan fjórði dómari leiksins.
Þetta er annar leikurinn sem Gunnar Jarl dæmir í forkeppni Evrópudeildarinnar 2015-16 en hann dæmi einnig seinni leik sænska liðsins AIK og finnska liðsins VPS 9. júlí síðastliðinn. AIK vann leikinn 4-0 og 6-2 samanlagt. Gunnar Jarl lyfti ekki einu spjaldi í leiknum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar Jarl fær tvo leiki í Evrópudeildinni en hann dæmi einn leik í forkeppninni 2013-14 og einn leik í forkeppninni 2014-15.
Þetta verður jafnframt fyrsti Evrópudeildarleikurinn sem Gunnar Jarl dæmir á meginlandi Evrópu en hinir þrír leikirnir voru allir spilaðir á Norðurlöndunum.
Gunnar Jarl fær annan leik í Evrópudeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

