Skiptimarkaður hjúkrunarfræðinga Helga María Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 23:19 Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Niðurstöðurnar liggja fyrir og voru skilaboðin skýr. Það kemur nú ekki á óvart þar sem margir hjúkrunarfræðingar voru búnir að upplýsa um ákvörðun sína við byrjun samningaviðræðna. Þessi barátta er búin að standa yfir í mörg ár en núna eru aðstæður öðruvísi en áður, við erum komin með nóg. Stjórnvöld sýndu fram á það hversu mikilvæg stéttin er með því að setja á okkur verkfallsbann, en samt er ekki verið að reyna að halda í dýrmæta mannauðinn okkar. Reynsla er mjög mikilvæg í okkar starfsstétt og það kemur ekki alltaf maður í manns stað. Á sumum deildum tekur það allt að tvö ár að verða fullgildur starfsmaður. Gerðardómur virðist vera staðreynd þrátt fyrir að í lögum stæði skýrt að undirrita þyrfti kjarasamning fyrir 1. júlí til þess að komast hjá því að málið yrði lagt fyrir dóminn. Það var gert. Ekkert stóð í lögunum um að samningnum mætti ekki vera hafnað af félagsmönnum, eins og raunin varð, enda er verið að vinna að þessu máli af hálfkáki. Stéttinni var sýnd mikil vanvirðing þegar þeir Bjarni og Sigmundur sátu fótboltaleik í staðinn fyrir að taka þátt í umræðunni á Alþingi um verkfallsbannið. En það er einmitt það sem við erum að leggja áherslu á í okkar baráttu. Við vinnum allan sólarhringinn alla daga ársins, hvort sem það eru jól, áramót eða fótboltaleikir á döfinni. Við höfum þurft að aðlagast ýmsum breytingum á síðastliðnum árum. Deildir voru sameinaðar tímabundið og varð maður að læra inn á önnur sérsvið við hverja breytingu. Í tæp sjö ár vann ég á almennri skurðdeild á Landspítalanum. Á þeim tíma var hún sameinuð á einhverjum tímapunkti við hjarta- og lungnaskurðdeildina, kvennadeildina og við þvagfæraskurðdeildina. Fyrir utan það fengum við sjúklinga sem tilheyra lyflækningadeildum þegar ekki var laust pláss fyrir sjúklinga þar. Lyfjabreytingar hafa verið miklar og höfum við fengið inn hin ýmsu samheitalyf sem við lærðum nöfnin á og mismunandi virkni. Við höfum einnig fengið inn margar mismunandi tegundir af æðaleggjum, vökvasettum, sáraumbúðum og öðrum búnaði sem við notum í daglegu starfi, nýjar vökvadælur og dælur fyrir verkjadreypi svo eitthvað sé nefnt. En núna viljum við breytingu. Við viljum hærri laun. Hvað sem gerist eftir að uppsagnirnar ganga í garð mun spítalinn starfa áfram, en það verður í breyttri mynd. Engar raunhæfar yfirlýsingar hafa verið gefnar út um breytt fyrirkomulag en tíminn líður og það þarf að huga að framtíðinni. Ég tel það ekki raunhæft þegar ríkisstjórn talar um að erlendir starfsmenn verði fluttir hingað á silfurfati. Þeir fáu erlendu starfsmenn sem tala íslensku geta einnig fengið vinnu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, þar sem mun hærri laun eru í boði. Ef leita á lengra en til Norðurlandanna og fá enskumælandi vinnukraft til landsins, þá má ekki gleyma að taka inn í reikninginn að ríkið þarf að borga fyrir flug og gistingu undir aðilann, sem ég get ekki ímyndað mér að sé hagstætt. Ég reikna með því að það verði mun erfiðara að reka spítalann án þeirra 300 starfsmanna sem hafa sagt upp störfum sínum en það var að reka hann í verkfallinu. Það má ekki taka út úr myndinni að margir hjúkrunarfræðingar unnu allar sínar vaktir í þá sextán daga sem við vorum í verkfalli. Á þeim tíma var alltaf passað upp á öryggismönnun, sem og hæfni starfsmanna á vakt. Uppsagnafresturinn minn er til 30. september og þá hverf ég af lóð Landspítalans til annarra miða. Staðreyndin er sú að því lengur sem þessi barátta mun taka, því fleiri hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans eiga eftir að segja upp. Sérstaklega þegar okkar eigin heilbrigðisráðherra talar um að hægt sé að skipta okkur út fyrir erlendan mannauð.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun