Íbúar Suður- og Vesturlands auk Vestfjarða geta gert ráð fyrir að það verði þurrt og hlýtt hjá þeim um helgina. Sömu sögu er ekki hægt að segja um Norður- og Austurland.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir allt að 17°C hita sunnan og vestan til á landinu. Sömu sögu er einnig hægt að segja um syðri hluta Vestfjarða. Líklegt er að einhverjar skúrir verði seinni part dagsins í dag en að öðru leiti ætti að hanga þurrt.
Sé horft til Norðurlands geta íbúar gert ráð fyrir öllu lægri hitatölum. Hiti verður líklega í kringum sjö gráður. Fyrri hluta helgarinnar ætti að vera þurrt en þegar líður á laugardaginn bá gera ráð fyrir því að byrji að rigna. Upp til fjalla má jafn vel gera ráð fyrir því að úrkoman sé slyddukennd þar sem hiti verður lægstur. Á sunnudag er síðan gert ráð fyrir úrhelli þar nyrðra. Gestir LungA geta til að mynda gert ráð fyrir að taka upp tjöld sín í talsverðri bleytu.
Veðurgæðum misskipt eftir landshlutum

Tengdar fréttir

Áföll og hamfarir ár eftir ár hjá bændum
Bændur eru ekki búnir undir ítrekuð áföll og fjárhagstjón. Fjárdauðinn í vor er enn óútskýrður. Fyrirséð að mun minna verður framleitt af lambakjöti í ár en síðustu ár. Bjargráðasjóður reynir eftir fremsta megni að bæta bændum tjónið.

Spá um lítilsháttar slyddu á Akureyri ber að taka með fyrirvara
Veðurfræðingur segir von á köldu lofti með norðanáttinni um helgina.