UFC-bardagakonan Ronda Rousey nýtti tækifærið á ESPY-verðlaunaafhendingunni í gær og lét hnefaleikakappann Floyd Mayweather heyra það.
Mayweather er einn farsælasti hnefaleikamaður sögunnar og hefur aldrei tapað atvinnumannabardaga. Hann er þó afar umdeildur og tvívegis játað fyrir rétti að hafa beitt barnsmóður sína, Melissu Brim, ofbeldi.
Hann var einnig handtekinn árið 2003 fyrir að lemja tvær konur á skemmtistað í Las Vegas og sat svo í fangelsi í tvo mánuði árið 2011 fyrir heimilisofbeldi.
Rousey bar sigur úr býtum í flokknum besti bardagamaðurinn en Mayweather var einnig tilnefndur.
„Ég velti því fyrir mér hvernig Floyd líði eftir að að hafa tapa fyrir konu,“ sagði Rousey í lauslegri þýðingu en orð hennar má einnig túlka sem skot á sögu hans fyrir ofbeldi gagnvart konum.
„I wonder how he feels being beaten by a woman for once,“ sagði hún en umrætt viðtal má sjá hér. Eins og sjá má var það í styttri kantinum.
Rousey: Hvernig ætli Floyd líði nú?

Tengdar fréttir

Mayweather langríkasti íþróttamaðurinn
Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather rotar alla aðra íþróttamenn í keppninni um hver sé ríkastur.

Rousey skaut fast á Mayweather
Ronda Rousey veit, eins og heimurinn, að boxarinn Floyd Mayweather hefur átt það til að leggja hendur á konur.

Tyson hraunar yfir Mayweather: Hann er lítill maður og veruleikafirrtur
Fyrrverandi heimsmeistarinn í þungavigt segir menn sem ekki geta farið einir með börnin sín í skólann ekki vera merka menn.

„Tæki mig minna en 30 sekúndur að drepa Mayweather“
Írinn Conor McGregor er í áhugaverðu viðtali við Esquire þar sem hann fer um víðan völl.