Telur BHM-dóm ekki hafa fordæmisgildi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:51 Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48