Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden.
Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar.