Vangaveltur hjúkrunarfræðings í kjarabaráttu Anna Karen Þórisdóttir skrifar 1. júlí 2015 10:21 Ég man hvað ég fylltist stolti fyrir þremur árum síðan þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Loksins var fjögurra ára krefjandi háskólanámi lokið, ég fékk verðlaun fyrir árangur og dagurinn var sá allra besti. Ég flutti suður og fór að vinna á krabbameinsdeild, þar liggur áhugasvið mitt. Ég vinn mjög erfitt og krefjandi starf, skemmtilegt og virkilega gefandi. Ég keyri mig út hverja vakt, geri mitt allra besta fyrir sjúklinga mína og er til staðar fyrir þá á erfiðum tímum. Stundum á maður ekkert eftir, andlega og líkamlega búinn á því eftir vaktina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð, öndunarvélar, blóðgjafir, krabbameinslyf, flóknar verkjastillingar og svo mætti lengi telja. Ég ber mikla ábyrgð, þarf að þekkja lyfin sem sjúklingar mínir eiga að fá, þekkja skammtastærðir, hvenær má gefa lyfið og hvenær ekki. Kunna að túlka blóðprufur, blanda lyf í dælur, gefa krabbameinslyf, taka blóðprufur og ýmis önnur sýni. Síðast en ekki síst þarf ég að kunna að bregðast snögglega við ef eitthvað bregður út af, oftast er hjúkrunarfræðingur fyrstur að koma augum á það því það erum við sem erum alltaf við rúm sjúklingsins eða rétt hjá. Ég geri ekki bara það sem læknarnir gefa fyrirmæli um að gera, ég þarf að hafa þekkinguna og vita hvað ég er að gera, hvers vegna o.s.frv. Öðruvísi get ég ekki brugðist við ef eitthvað bregður út af. Ég kem með hugmyndir um verkjastillingar og annað slíkt, læt vita þegar ég sé að blóðprufur, lífsmörk o.fl. er ekki eins og það á að vera. Þetta er teymisvinna. Klósettferðir og annað slíkt er vissulega hlutur sem ég þarf að aðstoða sjúklinga mína við, sem og aðrar athafnir daglegs lífs, því oftar en ekki eru sjúklingar mínir það veikir að þeir þurfa alla aðstoð, allt frá því að fara á klósett, hagræðingu í rúmi o.fl. Það er líka teymisvinna með sjúkraliðum. Starfið er ekki síður andlega erfitt. Ég sit fundi með læknum þar sem alvarleg mál eru rædd, sjúklingum og aðstandendum þeirra færðar erfiðar fréttir. Ég held í höndina á sjúklingum mínum, þeir gráta oft á tíðum á öxlinni á mér og ég reyni að styðja þá og fjölskyldu þeirra eftir bestu getu. Það er oft erfitt að halda andlitinu sjálfur en að vera til staðar skiptir öllu máli. Ég er til staðar fyrir sjúklinga mína á þeirra erfiðustu tímum, ég reyni að gera allt sem ég get til að aðstoða þá, þannig að þeim og fjölskyldu þeirra líði sem best. Hver dagur er krefjandi, ég veit aldrei hvað bíður mín þegar ég mæti til vinnu. Ég get verið með marga mismunandi sjúklinga. Sumir eru inniliggjandi í lyfjameðferð, aðrir í verkjastillingu, geislum, einkennameðferð og svo sinni ég deyjandi fólki. Allt þetta er mikilvægt og krefjandi. Ég veit ekki hversu margar vaktir ég hef unnið þar sem ég næ varla að fá mér vatnssopa eða fara á klósettið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að borða og drekka í vinnunni. Aftur á móti er staðreyndin sú að þegar mikið er að gera, sjúklingur er að krassa eða líður illa, þá snýst málið fyrst og fremst að vera til staðar fyrir sjúklinginn og sinna honum. Það að fá sér vatnssopa situr á hakanum þar til færi gefst. Sjúklingurinn og hans þarfir er nr. 1,2 og 3, alltaf. Í dag mætti ég til vinnu eftir rúmlega viku frí. Hugurinn reikar, mig langar til að vinna áfram á 11E, ég hef ekki sagt upp störfum. Það þýðir ekki að ég sé sátt við þau kjör sem eru í boði, þvert á móti. Mig langar ekki að vinna við hvað sem er, mig langar að vinna við að hjúkra fólki. Það gefur mér svo mikið. Mig langar ekki að fara úr landi, ég vil vera á 11E, einnig væri óskandi að dagvinna væri kostur fyrir þá sem það kjósa. Það á ekki að vera þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi að vinna kvöld og nætur, jól og páska til að fá laun í takt við menntun og ábyrgð. Hins vegar reikar hugurinn, ég sit og skoða annað háskólanám, en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu, hjúkrun er mitt fag. Ég veit ég stend mig vel, sjúklingar mínir og aðstandendur eru þakklátir og hrósa mér oft og tíðum, það eru forréttindi og gefur mér mikið. Ég er oft spurð hvernig ég geti unnið á krabbameinsdeild, ætli þetta sé ekki stór hluti þess að ég er í þessu starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég vinn með! Hver lokaákvörðun mín verður veit ég ekki. Ég veit bara að ég er leið yfir því að þessa dagana gleðst ég ekki yfir því að vera hjúkrunarfræðingur. Þrátt fyrir að elska starfið mitt, það ríkir svo mikil reiði yfir því hversu lítið menntunin, starfið og ábyrgðin sem því fylgir er metin! Anna Karen Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum á Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man hvað ég fylltist stolti fyrir þremur árum síðan þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Loksins var fjögurra ára krefjandi háskólanámi lokið, ég fékk verðlaun fyrir árangur og dagurinn var sá allra besti. Ég flutti suður og fór að vinna á krabbameinsdeild, þar liggur áhugasvið mitt. Ég vinn mjög erfitt og krefjandi starf, skemmtilegt og virkilega gefandi. Ég keyri mig út hverja vakt, geri mitt allra besta fyrir sjúklinga mína og er til staðar fyrir þá á erfiðum tímum. Stundum á maður ekkert eftir, andlega og líkamlega búinn á því eftir vaktina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð, öndunarvélar, blóðgjafir, krabbameinslyf, flóknar verkjastillingar og svo mætti lengi telja. Ég ber mikla ábyrgð, þarf að þekkja lyfin sem sjúklingar mínir eiga að fá, þekkja skammtastærðir, hvenær má gefa lyfið og hvenær ekki. Kunna að túlka blóðprufur, blanda lyf í dælur, gefa krabbameinslyf, taka blóðprufur og ýmis önnur sýni. Síðast en ekki síst þarf ég að kunna að bregðast snögglega við ef eitthvað bregður út af, oftast er hjúkrunarfræðingur fyrstur að koma augum á það því það erum við sem erum alltaf við rúm sjúklingsins eða rétt hjá. Ég geri ekki bara það sem læknarnir gefa fyrirmæli um að gera, ég þarf að hafa þekkinguna og vita hvað ég er að gera, hvers vegna o.s.frv. Öðruvísi get ég ekki brugðist við ef eitthvað bregður út af. Ég kem með hugmyndir um verkjastillingar og annað slíkt, læt vita þegar ég sé að blóðprufur, lífsmörk o.fl. er ekki eins og það á að vera. Þetta er teymisvinna. Klósettferðir og annað slíkt er vissulega hlutur sem ég þarf að aðstoða sjúklinga mína við, sem og aðrar athafnir daglegs lífs, því oftar en ekki eru sjúklingar mínir það veikir að þeir þurfa alla aðstoð, allt frá því að fara á klósett, hagræðingu í rúmi o.fl. Það er líka teymisvinna með sjúkraliðum. Starfið er ekki síður andlega erfitt. Ég sit fundi með læknum þar sem alvarleg mál eru rædd, sjúklingum og aðstandendum þeirra færðar erfiðar fréttir. Ég held í höndina á sjúklingum mínum, þeir gráta oft á tíðum á öxlinni á mér og ég reyni að styðja þá og fjölskyldu þeirra eftir bestu getu. Það er oft erfitt að halda andlitinu sjálfur en að vera til staðar skiptir öllu máli. Ég er til staðar fyrir sjúklinga mína á þeirra erfiðustu tímum, ég reyni að gera allt sem ég get til að aðstoða þá, þannig að þeim og fjölskyldu þeirra líði sem best. Hver dagur er krefjandi, ég veit aldrei hvað bíður mín þegar ég mæti til vinnu. Ég get verið með marga mismunandi sjúklinga. Sumir eru inniliggjandi í lyfjameðferð, aðrir í verkjastillingu, geislum, einkennameðferð og svo sinni ég deyjandi fólki. Allt þetta er mikilvægt og krefjandi. Ég veit ekki hversu margar vaktir ég hef unnið þar sem ég næ varla að fá mér vatnssopa eða fara á klósettið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að borða og drekka í vinnunni. Aftur á móti er staðreyndin sú að þegar mikið er að gera, sjúklingur er að krassa eða líður illa, þá snýst málið fyrst og fremst að vera til staðar fyrir sjúklinginn og sinna honum. Það að fá sér vatnssopa situr á hakanum þar til færi gefst. Sjúklingurinn og hans þarfir er nr. 1,2 og 3, alltaf. Í dag mætti ég til vinnu eftir rúmlega viku frí. Hugurinn reikar, mig langar til að vinna áfram á 11E, ég hef ekki sagt upp störfum. Það þýðir ekki að ég sé sátt við þau kjör sem eru í boði, þvert á móti. Mig langar ekki að vinna við hvað sem er, mig langar að vinna við að hjúkra fólki. Það gefur mér svo mikið. Mig langar ekki að fara úr landi, ég vil vera á 11E, einnig væri óskandi að dagvinna væri kostur fyrir þá sem það kjósa. Það á ekki að vera þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi að vinna kvöld og nætur, jól og páska til að fá laun í takt við menntun og ábyrgð. Hins vegar reikar hugurinn, ég sit og skoða annað háskólanám, en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu, hjúkrun er mitt fag. Ég veit ég stend mig vel, sjúklingar mínir og aðstandendur eru þakklátir og hrósa mér oft og tíðum, það eru forréttindi og gefur mér mikið. Ég er oft spurð hvernig ég geti unnið á krabbameinsdeild, ætli þetta sé ekki stór hluti þess að ég er í þessu starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég vinn með! Hver lokaákvörðun mín verður veit ég ekki. Ég veit bara að ég er leið yfir því að þessa dagana gleðst ég ekki yfir því að vera hjúkrunarfræðingur. Þrátt fyrir að elska starfið mitt, það ríkir svo mikil reiði yfir því hversu lítið menntunin, starfið og ábyrgðin sem því fylgir er metin! Anna Karen Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum á Hringbraut.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun