Vangaveltur hjúkrunarfræðings í kjarabaráttu Anna Karen Þórisdóttir skrifar 1. júlí 2015 10:21 Ég man hvað ég fylltist stolti fyrir þremur árum síðan þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Loksins var fjögurra ára krefjandi háskólanámi lokið, ég fékk verðlaun fyrir árangur og dagurinn var sá allra besti. Ég flutti suður og fór að vinna á krabbameinsdeild, þar liggur áhugasvið mitt. Ég vinn mjög erfitt og krefjandi starf, skemmtilegt og virkilega gefandi. Ég keyri mig út hverja vakt, geri mitt allra besta fyrir sjúklinga mína og er til staðar fyrir þá á erfiðum tímum. Stundum á maður ekkert eftir, andlega og líkamlega búinn á því eftir vaktina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð, öndunarvélar, blóðgjafir, krabbameinslyf, flóknar verkjastillingar og svo mætti lengi telja. Ég ber mikla ábyrgð, þarf að þekkja lyfin sem sjúklingar mínir eiga að fá, þekkja skammtastærðir, hvenær má gefa lyfið og hvenær ekki. Kunna að túlka blóðprufur, blanda lyf í dælur, gefa krabbameinslyf, taka blóðprufur og ýmis önnur sýni. Síðast en ekki síst þarf ég að kunna að bregðast snögglega við ef eitthvað bregður út af, oftast er hjúkrunarfræðingur fyrstur að koma augum á það því það erum við sem erum alltaf við rúm sjúklingsins eða rétt hjá. Ég geri ekki bara það sem læknarnir gefa fyrirmæli um að gera, ég þarf að hafa þekkinguna og vita hvað ég er að gera, hvers vegna o.s.frv. Öðruvísi get ég ekki brugðist við ef eitthvað bregður út af. Ég kem með hugmyndir um verkjastillingar og annað slíkt, læt vita þegar ég sé að blóðprufur, lífsmörk o.fl. er ekki eins og það á að vera. Þetta er teymisvinna. Klósettferðir og annað slíkt er vissulega hlutur sem ég þarf að aðstoða sjúklinga mína við, sem og aðrar athafnir daglegs lífs, því oftar en ekki eru sjúklingar mínir það veikir að þeir þurfa alla aðstoð, allt frá því að fara á klósett, hagræðingu í rúmi o.fl. Það er líka teymisvinna með sjúkraliðum. Starfið er ekki síður andlega erfitt. Ég sit fundi með læknum þar sem alvarleg mál eru rædd, sjúklingum og aðstandendum þeirra færðar erfiðar fréttir. Ég held í höndina á sjúklingum mínum, þeir gráta oft á tíðum á öxlinni á mér og ég reyni að styðja þá og fjölskyldu þeirra eftir bestu getu. Það er oft erfitt að halda andlitinu sjálfur en að vera til staðar skiptir öllu máli. Ég er til staðar fyrir sjúklinga mína á þeirra erfiðustu tímum, ég reyni að gera allt sem ég get til að aðstoða þá, þannig að þeim og fjölskyldu þeirra líði sem best. Hver dagur er krefjandi, ég veit aldrei hvað bíður mín þegar ég mæti til vinnu. Ég get verið með marga mismunandi sjúklinga. Sumir eru inniliggjandi í lyfjameðferð, aðrir í verkjastillingu, geislum, einkennameðferð og svo sinni ég deyjandi fólki. Allt þetta er mikilvægt og krefjandi. Ég veit ekki hversu margar vaktir ég hef unnið þar sem ég næ varla að fá mér vatnssopa eða fara á klósettið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að borða og drekka í vinnunni. Aftur á móti er staðreyndin sú að þegar mikið er að gera, sjúklingur er að krassa eða líður illa, þá snýst málið fyrst og fremst að vera til staðar fyrir sjúklinginn og sinna honum. Það að fá sér vatnssopa situr á hakanum þar til færi gefst. Sjúklingurinn og hans þarfir er nr. 1,2 og 3, alltaf. Í dag mætti ég til vinnu eftir rúmlega viku frí. Hugurinn reikar, mig langar til að vinna áfram á 11E, ég hef ekki sagt upp störfum. Það þýðir ekki að ég sé sátt við þau kjör sem eru í boði, þvert á móti. Mig langar ekki að vinna við hvað sem er, mig langar að vinna við að hjúkra fólki. Það gefur mér svo mikið. Mig langar ekki að fara úr landi, ég vil vera á 11E, einnig væri óskandi að dagvinna væri kostur fyrir þá sem það kjósa. Það á ekki að vera þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi að vinna kvöld og nætur, jól og páska til að fá laun í takt við menntun og ábyrgð. Hins vegar reikar hugurinn, ég sit og skoða annað háskólanám, en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu, hjúkrun er mitt fag. Ég veit ég stend mig vel, sjúklingar mínir og aðstandendur eru þakklátir og hrósa mér oft og tíðum, það eru forréttindi og gefur mér mikið. Ég er oft spurð hvernig ég geti unnið á krabbameinsdeild, ætli þetta sé ekki stór hluti þess að ég er í þessu starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég vinn með! Hver lokaákvörðun mín verður veit ég ekki. Ég veit bara að ég er leið yfir því að þessa dagana gleðst ég ekki yfir því að vera hjúkrunarfræðingur. Þrátt fyrir að elska starfið mitt, það ríkir svo mikil reiði yfir því hversu lítið menntunin, starfið og ábyrgðin sem því fylgir er metin! Anna Karen Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum á Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man hvað ég fylltist stolti fyrir þremur árum síðan þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Loksins var fjögurra ára krefjandi háskólanámi lokið, ég fékk verðlaun fyrir árangur og dagurinn var sá allra besti. Ég flutti suður og fór að vinna á krabbameinsdeild, þar liggur áhugasvið mitt. Ég vinn mjög erfitt og krefjandi starf, skemmtilegt og virkilega gefandi. Ég keyri mig út hverja vakt, geri mitt allra besta fyrir sjúklinga mína og er til staðar fyrir þá á erfiðum tímum. Stundum á maður ekkert eftir, andlega og líkamlega búinn á því eftir vaktina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð, öndunarvélar, blóðgjafir, krabbameinslyf, flóknar verkjastillingar og svo mætti lengi telja. Ég ber mikla ábyrgð, þarf að þekkja lyfin sem sjúklingar mínir eiga að fá, þekkja skammtastærðir, hvenær má gefa lyfið og hvenær ekki. Kunna að túlka blóðprufur, blanda lyf í dælur, gefa krabbameinslyf, taka blóðprufur og ýmis önnur sýni. Síðast en ekki síst þarf ég að kunna að bregðast snögglega við ef eitthvað bregður út af, oftast er hjúkrunarfræðingur fyrstur að koma augum á það því það erum við sem erum alltaf við rúm sjúklingsins eða rétt hjá. Ég geri ekki bara það sem læknarnir gefa fyrirmæli um að gera, ég þarf að hafa þekkinguna og vita hvað ég er að gera, hvers vegna o.s.frv. Öðruvísi get ég ekki brugðist við ef eitthvað bregður út af. Ég kem með hugmyndir um verkjastillingar og annað slíkt, læt vita þegar ég sé að blóðprufur, lífsmörk o.fl. er ekki eins og það á að vera. Þetta er teymisvinna. Klósettferðir og annað slíkt er vissulega hlutur sem ég þarf að aðstoða sjúklinga mína við, sem og aðrar athafnir daglegs lífs, því oftar en ekki eru sjúklingar mínir það veikir að þeir þurfa alla aðstoð, allt frá því að fara á klósett, hagræðingu í rúmi o.fl. Það er líka teymisvinna með sjúkraliðum. Starfið er ekki síður andlega erfitt. Ég sit fundi með læknum þar sem alvarleg mál eru rædd, sjúklingum og aðstandendum þeirra færðar erfiðar fréttir. Ég held í höndina á sjúklingum mínum, þeir gráta oft á tíðum á öxlinni á mér og ég reyni að styðja þá og fjölskyldu þeirra eftir bestu getu. Það er oft erfitt að halda andlitinu sjálfur en að vera til staðar skiptir öllu máli. Ég er til staðar fyrir sjúklinga mína á þeirra erfiðustu tímum, ég reyni að gera allt sem ég get til að aðstoða þá, þannig að þeim og fjölskyldu þeirra líði sem best. Hver dagur er krefjandi, ég veit aldrei hvað bíður mín þegar ég mæti til vinnu. Ég get verið með marga mismunandi sjúklinga. Sumir eru inniliggjandi í lyfjameðferð, aðrir í verkjastillingu, geislum, einkennameðferð og svo sinni ég deyjandi fólki. Allt þetta er mikilvægt og krefjandi. Ég veit ekki hversu margar vaktir ég hef unnið þar sem ég næ varla að fá mér vatnssopa eða fara á klósettið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að borða og drekka í vinnunni. Aftur á móti er staðreyndin sú að þegar mikið er að gera, sjúklingur er að krassa eða líður illa, þá snýst málið fyrst og fremst að vera til staðar fyrir sjúklinginn og sinna honum. Það að fá sér vatnssopa situr á hakanum þar til færi gefst. Sjúklingurinn og hans þarfir er nr. 1,2 og 3, alltaf. Í dag mætti ég til vinnu eftir rúmlega viku frí. Hugurinn reikar, mig langar til að vinna áfram á 11E, ég hef ekki sagt upp störfum. Það þýðir ekki að ég sé sátt við þau kjör sem eru í boði, þvert á móti. Mig langar ekki að vinna við hvað sem er, mig langar að vinna við að hjúkra fólki. Það gefur mér svo mikið. Mig langar ekki að fara úr landi, ég vil vera á 11E, einnig væri óskandi að dagvinna væri kostur fyrir þá sem það kjósa. Það á ekki að vera þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi að vinna kvöld og nætur, jól og páska til að fá laun í takt við menntun og ábyrgð. Hins vegar reikar hugurinn, ég sit og skoða annað háskólanám, en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu, hjúkrun er mitt fag. Ég veit ég stend mig vel, sjúklingar mínir og aðstandendur eru þakklátir og hrósa mér oft og tíðum, það eru forréttindi og gefur mér mikið. Ég er oft spurð hvernig ég geti unnið á krabbameinsdeild, ætli þetta sé ekki stór hluti þess að ég er í þessu starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég vinn með! Hver lokaákvörðun mín verður veit ég ekki. Ég veit bara að ég er leið yfir því að þessa dagana gleðst ég ekki yfir því að vera hjúkrunarfræðingur. Þrátt fyrir að elska starfið mitt, það ríkir svo mikil reiði yfir því hversu lítið menntunin, starfið og ábyrgðin sem því fylgir er metin! Anna Karen Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum á Hringbraut.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun