„Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:59 Svandís Svavarsdóttir á Alþingi nú í kvöld. Vísir/Ernir Þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gerðu „meirihlutinn ræður“-stefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í kvöld. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagðist vilja færa valdið til fólksins og sagði lýðræði eiga að lifa allt árið um kring. „Lýðræði snýst ekki bara um já eða nei.“ Hún sagði að í lýðræðissamfélagi þyrfti ekki bara kosningar heldur fjölmiðla í almannaþágu, góða menntun og upplýsta borgara. „Það þarf að ryðja hindrunum úr vegi um samfélagið allt. Aðgengi er forsenda þátttöku og þátttaka er forsenda lýðræðis.“ Með aðgengi sagðist hún eiga við aðgengi að umræðu, samtökum, vettvangi þar sem ráðum er ráðið og svo framvegis.Svandís benti á að nú styttist óðum í næstu kosningar og að þeir sem styðji ekki hægri flokkana, sms styrkveitingar og aukinn ójöfnuð ættu að hugsa sig vel um. „Stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi aðhyllist hugmyndina um einfaldan stjórnarmeirihluta að gömlum sið.“ Þetta telur Svandís skaðlegt fyrir lýðræðið og einnig það viðhorf sem hún hefur fundið fyrir á þinginu sem nú er að klárast að gagnrýni eigi ekki erindi. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi einnig meirihlutaræðið á þingi. „Stjórnarandstaðan hefur sem betur fer getu til þess að stöðva mál og afstýra stórslysum,“ sagði Róbert en að hans mati hefur „allt verið í steik“ á Alþingi síðustu vikur. „Þið sem eruð að hlusta þið kusuð þetta þing. Ef þið eruð óánægð þá verðið þið að vanda betur valið næst.“ Róbert hvatti kjósendur til að láta ekki glepjast af loforðaflaumi og hvatti kjósendur til að kynna sér kostina betur. Róbert benti einnig á að hann ætti rétt á sinni skoðun. „Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ spurði hann. „Hvílíkt bruðl. Þetta er mín skoðun, hún er ekki dónaleg, hún á rétt á sér.“ Alþingi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna gerðu „meirihlutinn ræður“-stefnu ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í kvöld. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagðist vilja færa valdið til fólksins og sagði lýðræði eiga að lifa allt árið um kring. „Lýðræði snýst ekki bara um já eða nei.“ Hún sagði að í lýðræðissamfélagi þyrfti ekki bara kosningar heldur fjölmiðla í almannaþágu, góða menntun og upplýsta borgara. „Það þarf að ryðja hindrunum úr vegi um samfélagið allt. Aðgengi er forsenda þátttöku og þátttaka er forsenda lýðræðis.“ Með aðgengi sagðist hún eiga við aðgengi að umræðu, samtökum, vettvangi þar sem ráðum er ráðið og svo framvegis.Svandís benti á að nú styttist óðum í næstu kosningar og að þeir sem styðji ekki hægri flokkana, sms styrkveitingar og aukinn ójöfnuð ættu að hugsa sig vel um. „Stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi aðhyllist hugmyndina um einfaldan stjórnarmeirihluta að gömlum sið.“ Þetta telur Svandís skaðlegt fyrir lýðræðið og einnig það viðhorf sem hún hefur fundið fyrir á þinginu sem nú er að klárast að gagnrýni eigi ekki erindi. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi einnig meirihlutaræðið á þingi. „Stjórnarandstaðan hefur sem betur fer getu til þess að stöðva mál og afstýra stórslysum,“ sagði Róbert en að hans mati hefur „allt verið í steik“ á Alþingi síðustu vikur. „Þið sem eruð að hlusta þið kusuð þetta þing. Ef þið eruð óánægð þá verðið þið að vanda betur valið næst.“ Róbert hvatti kjósendur til að láta ekki glepjast af loforðaflaumi og hvatti kjósendur til að kynna sér kostina betur. Róbert benti einnig á að hann ætti rétt á sinni skoðun. „Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“ spurði hann. „Hvílíkt bruðl. Þetta er mín skoðun, hún er ekki dónaleg, hún á rétt á sér.“
Alþingi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira