Í skilaboðum frá Jæja-hópnum segir að á einum tímapunkti hafi fólk tekið að streyma að en fljótlega hafi þó komið í ljós, þegar fólkið tjáði sig á útlenskum málum og bað um myndir af sér með lögreglunni, að um hóp ferðamanna, en ekki mótmælenda, væri að ræða.
Þar segir einnig að til standi að halda mótmælastarfinu áfram og minnt á að öll umræða sé mikilvæg þó fólk sjá sér ekki endilega fært að mæta á öll mótmæli. Sara Óskarsdóttir, einn forsvarsmanna Jæja-hópsins, sagði í samtali við Vísi í gær að sennilega væri komin mótmælaþreyta í fólk eftir fjölmenn mótmæli undanfarið, meðal annars á 17. júní.